Kósí og sæt heimavist til að byrja með Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2020 12:15 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem brosir breitt þessa dagana enda búið að landa samningi um nýja heimavist við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því ákveðið hefur verið að opna heimavist við skólann á ný en engin heimavist hefur verið þar síðustu ár. Um 820 nemendur eru í skólanum sem koma alls staðar af á Suðurlandi.. „Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra brunaði austur fyrir fjall í vikunni þar sem hún skrifaði undir samning um nýju heimavistina með forsvarsmönnum starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um heimavistina og skólameistara skólans. Heimavist var alltaf rekin á vegum skólans en síðustu árin hefur skólinn verið án heimavistar, sem hefur valdið miklum óþægindum hjá þeim nemendum, sem koma lengst að í skólann og hafa ekki getað nýtt sér almenningssamgöngur til að komast í skólann. Kósí og sætt til að byrja með „Þetta er heimavist, sem er í gamla sjúkrahúsinu við Austurveg á Selfossi, sem var svo dubbað upp í farfuglaheimili fyrir tíu árum síðan eða gistiheimili. Þetta verður bara rosalega kósí, sæt lítil heimavist til að byrja með. Við verðum bara með 10 herbergi fram að áramótum en svo bætum við 5 herbergjum við. Það er eigandi þessa húsnæði, sem mun sjá um gæslu og annast daglegan rekstur, þrif og annað,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Olga Lísa segir mikinn létti að heimavist, sé að koma í gagnið á ný við skólann. „Já, við erum búin að vera að reyna að redda nemendum með öðrum hætti undanfarin ár en nú er þetta komið í höfn og við væntum þess að getað stækkað og fengið fleiri herbergi þegar fram líða stundir þegar þörfin verður betur komin í ljós, sem við erum að tala um.“ Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Einar Freyr Elínarson, formaður starfshóps SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga), Valdimar Árnasonar, framkvæmdastjóri Selfoss Hostel, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.Aðsent Olga Lísa er ánægð með að menntamálaráðherra hafi gefið sér tíma til að koma á Selfoss. „Já, loksins, við erum búin að reyna töluvert en hún kom og var með okkur í undirrituninni. Svo fór hún með mér niður í skóla og við sýndum henni nýja verknámshúsið og sögðum henni frá starfsemi skólans, það var virkilega gaman að fá hana í heimsókn,“ segir Olga Lísa. Árborg Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því ákveðið hefur verið að opna heimavist við skólann á ný en engin heimavist hefur verið þar síðustu ár. Um 820 nemendur eru í skólanum sem koma alls staðar af á Suðurlandi.. „Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra brunaði austur fyrir fjall í vikunni þar sem hún skrifaði undir samning um nýju heimavistina með forsvarsmönnum starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um heimavistina og skólameistara skólans. Heimavist var alltaf rekin á vegum skólans en síðustu árin hefur skólinn verið án heimavistar, sem hefur valdið miklum óþægindum hjá þeim nemendum, sem koma lengst að í skólann og hafa ekki getað nýtt sér almenningssamgöngur til að komast í skólann. Kósí og sætt til að byrja með „Þetta er heimavist, sem er í gamla sjúkrahúsinu við Austurveg á Selfossi, sem var svo dubbað upp í farfuglaheimili fyrir tíu árum síðan eða gistiheimili. Þetta verður bara rosalega kósí, sæt lítil heimavist til að byrja með. Við verðum bara með 10 herbergi fram að áramótum en svo bætum við 5 herbergjum við. Það er eigandi þessa húsnæði, sem mun sjá um gæslu og annast daglegan rekstur, þrif og annað,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Olga Lísa segir mikinn létti að heimavist, sé að koma í gagnið á ný við skólann. „Já, við erum búin að vera að reyna að redda nemendum með öðrum hætti undanfarin ár en nú er þetta komið í höfn og við væntum þess að getað stækkað og fengið fleiri herbergi þegar fram líða stundir þegar þörfin verður betur komin í ljós, sem við erum að tala um.“ Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Einar Freyr Elínarson, formaður starfshóps SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga), Valdimar Árnasonar, framkvæmdastjóri Selfoss Hostel, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.Aðsent Olga Lísa er ánægð með að menntamálaráðherra hafi gefið sér tíma til að koma á Selfoss. „Já, loksins, við erum búin að reyna töluvert en hún kom og var með okkur í undirrituninni. Svo fór hún með mér niður í skóla og við sýndum henni nýja verknámshúsið og sögðum henni frá starfsemi skólans, það var virkilega gaman að fá hana í heimsókn,“ segir Olga Lísa.
Árborg Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira