Segir boðaðar lokanir fáránlegar og vonar að Bjarni bæti honum tjónið Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. október 2020 16:38 Björn Leifsson, einnig þekktur sem Bjössi í World Class, er ekki sáttur með boðaðar lokanir líkamsræktarstöðva. World Class Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class er ósáttur við boðaðar lokanir heilbrigðisyfirvalda á líkamsræktarstöðvum eftir helgi. Hann segir fjárhagslegt tjón af aðgerðunum gríðarlegt. „Ég vona að Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] bæti mér upp þessar hundrað milljónir sem ég tapa á viku,“ segir Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðva World Class, í samtali við Vísi. „Mér finnst þetta fáránlegt. Auðvitað á að loka bara börum, veitingastöðum og ríkinu og láta liðið vera edrú í staðinn fyrir að „mingla“. Þetta er bara heilbrigði að vera í heilsurækt.“ Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Þá sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar í morgun að börum yrði lokað, auk líkamsræktarstöðva. Aðgerðirnar eiga að taka gildi strax eftir helgi og gilda í að minnsta kosti tvær vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í dag að staðan sem uppi væri komin í faraldrinum væri alvarleg. Þá sagði hann að smit hefðu komið upp á líkamsræktarstöðvum. Þetta er í annað sinn sem líkamsræktarstöðvum er lokað frá því að faraldurinn hófst í vor. Stöðvum á landinu var lokað í níu vikur í mars og apríl en hafa þess á milli þurft að lúta fjöldamörkum í samfélaginu. Björn segir að fjárhagslegt tjón vegna þessa hafi verið, og muni verða, gríðarlegt. „Þetta voru 600 miljónir [í tap] og ég fékk 36 milljónir upp í það í hlutabótaleiðinni. Það er allt og sumt. Þannig að maður er ekki glaður með þetta,“ segir Björn. Þegar Vísir ræddi við Björn nú síðdegis var að hefjast samkvæmi vegna opnunar nýrrar World Class-stöðvar í Vatnsmýrinni, sem til stóð að opna nú á mánudag. Björn segir að ekki líti út fyrir að það gangi eftir í ljósi aðgerðanna sem boðaðar hafa verið. Þá gefur Björn lítið fyrir upplýsingaflæði frá yfirvöldum vegna takmarkana og lokana sem bitnað hafa á rekstri hans. „Þeir hafa aldrei talað við okkur. Hvorki fyrir, eftir né á meðan. Ekki spurt hvað við séum að gera eða sagt hvað við eigum að gera. Þannig að þeir hafa bara látið eins og við séum ekki til. Nema þegar þeir segja okkur að loka í gegnum fjölmiðla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43 Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Vilja ekki að fólk á aldrinum 18 til 29 komi í heimsókn á Hrafnistu Aðeins einn gestur má heimsækja hvern íbúa og er mælst til þess að viðkomandi sé „nánast í sjálfskipaðri sóttkví.“ 3. október 2020 15:43
Margir í partíum án þess að passa sig Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. 3. október 2020 13:24
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent