„Þetta er auðvitað áfall fyrir okkur eins og aðra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 17:15 Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri. Þjóðleikhúsið/Hari „Þetta er auðvitað áfall fyrir okkur eins og aðra en skiljanlegt í ljósi stöðunnar. Við bara vinnum úr þeirri stöðu og vonum það besta fyrir okkur öll,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, um hertar samkomutakmarkanir sem viðbúið er að taki gildi eftir helgi. „Þetta er svo nýkomið fram og á eftir að koma í ljós hvernig þetta útfærist og ég vonast til þess að það verði tekið tillit til starfsemi menningarstofnana þannig að mögulega verði hægt að halda áfram að æfa og vinna í húsunum og mögulega sýna með einhverjum takmörkunum,“ segir Magnús Geir. Of snemmt sé að segja til um það hvað nákvæmlega verði en leikhúsið muni áfram hafa samráð við heilbrigðisyfirvöld hér eftir sem hingað til. Sýningar voru aftur farnar af stað í leikhúsunum eftir umfangsmiklar samkomutakmarkanir á fyrri stigum faraldursins sem höfðu umtalsverð áhrif á starfsemi leikhúsanna líkt og á aðrar menningarstofnanir. „Við erum búin að vera með þrjár sýningar í gangi, búin að frumsýna þrjú verk - Upphaf, Kópavogskróniku og Kardemommubæinn og við höfum verið að sýna það þétt en auðvitað með þessum takmörkunum, og það hefur bara afskaplega gengið vel,“ segir Magnús Geir. Búið var að skipuleggja sýningar mjög þétt næstu vikur og mánuði. „Það er búin að vera mikil sala og mikill áhugi og til dæmis búið að selja 20 þúsund miða á Kardemommubæinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
„Þetta er auðvitað áfall fyrir okkur eins og aðra en skiljanlegt í ljósi stöðunnar. Við bara vinnum úr þeirri stöðu og vonum það besta fyrir okkur öll,“ segir Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri, um hertar samkomutakmarkanir sem viðbúið er að taki gildi eftir helgi. „Þetta er svo nýkomið fram og á eftir að koma í ljós hvernig þetta útfærist og ég vonast til þess að það verði tekið tillit til starfsemi menningarstofnana þannig að mögulega verði hægt að halda áfram að æfa og vinna í húsunum og mögulega sýna með einhverjum takmörkunum,“ segir Magnús Geir. Of snemmt sé að segja til um það hvað nákvæmlega verði en leikhúsið muni áfram hafa samráð við heilbrigðisyfirvöld hér eftir sem hingað til. Sýningar voru aftur farnar af stað í leikhúsunum eftir umfangsmiklar samkomutakmarkanir á fyrri stigum faraldursins sem höfðu umtalsverð áhrif á starfsemi leikhúsanna líkt og á aðrar menningarstofnanir. „Við erum búin að vera með þrjár sýningar í gangi, búin að frumsýna þrjú verk - Upphaf, Kópavogskróniku og Kardemommubæinn og við höfum verið að sýna það þétt en auðvitað með þessum takmörkunum, og það hefur bara afskaplega gengið vel,“ segir Magnús Geir. Búið var að skipuleggja sýningar mjög þétt næstu vikur og mánuði. „Það er búin að vera mikil sala og mikill áhugi og til dæmis búið að selja 20 þúsund miða á Kardemommubæinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira