Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2020 07:01 Nokkrir stólar eru nú þegar komnir á nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli. Vísir/Tryggvi Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“ Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30