Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Birgir Olgeirsson skrifar 3. október 2020 22:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. Sé litið til alvarlegra afleiðingar sjúkdómsins síðastliðinn vetur megi búast við að í þessari bylgju muni 60 til 70 einstaklingar þurfa á sjúkrahúsvist að halda, 17 þurfi að leggjast inn á gjörgæsludeild, 10 þurfi á aðstoð öndunarvélar að halda og sex einstaklingar látist. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til hertar aðgerðir. Þórólfur tekur þó fram í minnisblaði sínu að hugsanlega séu hlutfallslega fleiri sem greinast með veiruna núna vegna aukinnar sýnatöku og að hlutfall þeirra sem veikist mikið kunni því að verða lægra en það var í vetur þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk. Ráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis. Verður auglýsing ráðherra birt á morgun og tekur gildi á mánudag. Verða samkomur takmarkaðar við 20 manns í minnst tvær vikur. Áskorun að tryggja viðeigandi mönnun Í samræðum við forsvarsmenn Landspítalans hefur Þórólfur fengið þær upplýsingar að Landspítalinn muni að öllum líkindum ráða við þann fjölda Covid-sýktra einstaklinga sem fyrirsjáanlegt er að þurfi að leggjast inn á næstu þremur vikum. Það verði þó aðeins mögulegt ef gripið verði til ýmissa tilfæringa innan sem utan spítalans, einkum hvað varðar útskriftir einstaklinga sem lokið hafa meðferð og sú vinna sögð í gangi. Þá kunni að verða áskorun að tryggja viðeigandi mönnun gjörgæsludeilda. Sjúkrahúsið á Akureyri hafi einnig getu til að annast veika sjúklinga með Covid-19 og þeirra geta ekki inni í þessum áætlunum. Smitrakning orðin erfiðari en áður Þórólfur tekur fram að á síðustu dögum hafi daglegur fjöldi nýgreindra verið nokkuð stöðugur, eða um 30 til 40 á dag, og því ljóst að ekki hafi tekist með núverandi aðgerðum að ná viðunandi tökum á faraldrinum. „Að einhverju leyti kann það að stafa af því að smitrakning er orðin erfiðari en áður. Sumpart vegna verri samvinnu við einstaklinga og getur því liðið nokkur tími þar til náð hefur verið í einstaklinga sem þurfa að fara í sóttkví,” segir Þórólfur í minnisblaðinu. Í ljósi þess að faraldurinn sé nú í línulegum vexti og fyrirsjáanlegt sé að álag á sjúkrahúskerfið geti farið yfir þolmörk varðandi Covid og önnur verkefni, leggur sóttvarnalæknir til að gripið verði til harðari samfélagslegra aðgerða til að bæla faraldurinn sem mest niður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59 Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
61 greindist og 39 ekki í sóttkví 61 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, 39 ekki. 3. október 2020 10:59
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34