Ósanngjarnt að landsbyggðin gjaldi fyrir slóðaskap fyrir sunnan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2020 22:51 Tryggvi Kristjánsson er einkaþjálfari og einn af eigendum Bjargs, líkamsræktarstöðvar á Akureyri. Skjáskot úr viðtali við Tryggva á N4. Eigandi líkamsræktarstöðvar á Akureyri segist ótrúlega reiður og sár með ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að ráðleggingum sóttvarnalæknis, að loka líkamsræktarstöðvum í tvær vikur frá og með mánudegi. Vissulega sé smitbylgja á höfuðborgarsvæðinu en fásinna sé að loka líkamsræktarstöðvum í landshlutum þar sem smit hafi varla mælst. Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Börum og líkamsræktarstöðvum verður meðal annars lokað en sundlaugar opnar með takmörkunum. Þetta er niðurstaðan eftir að 61 smit greindist í gær. Sentimetri af snjó beið Akureyringar þegar þeir vöknuðu í morgun. Það er margt ólíkt með Akureyri og höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.Vísir/Tryggvi Páll 652 eru í einangrun hér á landi með Covid-19 en þar af eru 547 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Suðurlandi, 27 á Vesturlandi og 18 á Suðurnesjum. Þrír eru í einangrun á Norðurlandi eystra og jafnmargir á Norðurlandi vestra. Hvaða fásinna er í gangi? „Það hefur varla farið fram hjá neinum að smitum hefur fjölgað til muna síðustu 2 vikur, á höfuðborgarsvæðinu! Smit á norðurlandi vestra- eystra og austurlandi hafa varla mælst. En samt á að loka líkamsræktarstöðvum á öllu landinu, hvaða helv. fásinna er í gangi? Maður situr eftir með fullt af spurningum og reiði í kollinum,“ segir Tryggvi Kristjánsson, einn eiganda líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri. Mér finnst það hreinlega ósanngjarnt að Akureyringar og aðrir í áðurtöldum landshlutum eigi að gjalda fyrir þann slóðaskap sem hópur fólks fyrir sunnan hefur sýnt með því að hlýða ekki fyrirmælum Pistill Tryggva á Facebook hefur vakið mikla athygli og greinilega margir á landsbyggðinni sem tengja við skrif hans og eru sammála. Tryggvi segir lokun líkamsræktarstöðva svo mikla skerðingu á daglegri rútínu margra og jafnvel grunnþjónustu. Ég er svo reiður, svo ótrúlega reiður og sár. Nú stefnir í að líkamsræktarstöðvum um allt land verði lokað eftir helgi...Posted by Tryggvi Kristjánsson on Saturday, October 3, 2020 „Það er einmitt á svona erfiðum tímum sem hlutverk líkamsræktarstöðva verður enn stærra og mikilvægara.“ Tryggvi er kennari hjá Bjargi og nefnir námskeið fyrir fólk eldri en sextugt sem yfir hundrað manns sækja. Skorar á stjórnvöld að beina aðgerðum að hættusvæðum „Gersamlega frábær hópur sem brosir yfirleitt hringinn og nærir sálina með spjalli og kaffisopa fyrir og eftir tímann sjálfan. En vegna þessara smita fyrir sunnan á að loka á þennan hóp en samt er alltaf verið að brýna fyrir okkur að við verðum að passa upp á að þeir sem eldri eru einangrist ekki!!!!“ Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri.Bjarg Með auknu atvinnuleysi versni andleg líðan fólks. Skammdegisþunglyndið fari að banka á dyrnar. Ráð til fólks í þeim efnum sé að hreyfa sig. „Búseta á Íslandi er þannig að það er virkilega auðvelt að herða aðgerðir eftir landshlutum. Það að stjórnvöld ætli sér að láta það sama yfir allt landið ganga er gunguháttur og getuleysi,“ segir Tryggvi. Hann skorar á stjórnvöld að þeirra hertu aðgerðir beinist að hættusvæðum, þ.e. höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður tekur undir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir norðan rýnir sömuleiðis í tölurnar. Hann segir 23. sinnum líklegri að einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu sé í einangrun vegna COVID19 en einstaklingur sem býr á Norðurlandi eystra eða Austurlandi. „Það hefur verið í umræðunni að koma upp litakóðakerfi með svipuðu hætti eins og við þekkjum í tengslum við veðurspár Veðurstofunnar. Kerfi þar sem hægt væri að eiga við veirufjandann á hverju landsvæði fyrir sig,“ segir Njáll. Njáll reiknar hlutfallslegan fjölda smitaðra í hverjum landshluta miðað við gefinn heildarfjölda 100 þúsund.Njáll Trausti Hann deilir mynd sem sýnir hvernig smitfjölda er skipt eftir landshlutum miðað við íbúafjölda í hverjum hluta. 23 sinnum fleiri eru hlutfallslega smitaðir á höfuðborgarsvæðinu en á Norðurlandi eystra samkvæmt útreikningum Njáls Trausta. „Það er hætt við að það inngrip sem nú stefnir í á mánudaginn sé býsna hart og mikið miðað við stöðu mála á Norðurlandi eystra og Austurlandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilsa Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Funda um skólahald á morgun Menntamálaráðherra mun funda á morgun með skólameisturum og rektorum á mennta- og háskólastigi. 3. október 2020 20:03 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðvar á Akureyri segist ótrúlega reiður og sár með ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að ráðleggingum sóttvarnalæknis, að loka líkamsræktarstöðvum í tvær vikur frá og með mánudegi. Vissulega sé smitbylgja á höfuðborgarsvæðinu en fásinna sé að loka líkamsræktarstöðvum í landshlutum þar sem smit hafi varla mælst. Fjöldamörk samkomubanns verða lækkuð niður í tuttugu manns í auglýsingu heilbrigðisráðherra sem væntanlega verður birt á morgun. Börum og líkamsræktarstöðvum verður meðal annars lokað en sundlaugar opnar með takmörkunum. Þetta er niðurstaðan eftir að 61 smit greindist í gær. Sentimetri af snjó beið Akureyringar þegar þeir vöknuðu í morgun. Það er margt ólíkt með Akureyri og höfuðborgarsvæðinu þessa dagana.Vísir/Tryggvi Páll 652 eru í einangrun hér á landi með Covid-19 en þar af eru 547 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Suðurlandi, 27 á Vesturlandi og 18 á Suðurnesjum. Þrír eru í einangrun á Norðurlandi eystra og jafnmargir á Norðurlandi vestra. Hvaða fásinna er í gangi? „Það hefur varla farið fram hjá neinum að smitum hefur fjölgað til muna síðustu 2 vikur, á höfuðborgarsvæðinu! Smit á norðurlandi vestra- eystra og austurlandi hafa varla mælst. En samt á að loka líkamsræktarstöðvum á öllu landinu, hvaða helv. fásinna er í gangi? Maður situr eftir með fullt af spurningum og reiði í kollinum,“ segir Tryggvi Kristjánsson, einn eiganda líkamsræktarstöðvarinnar Bjargs á Akureyri. Mér finnst það hreinlega ósanngjarnt að Akureyringar og aðrir í áðurtöldum landshlutum eigi að gjalda fyrir þann slóðaskap sem hópur fólks fyrir sunnan hefur sýnt með því að hlýða ekki fyrirmælum Pistill Tryggva á Facebook hefur vakið mikla athygli og greinilega margir á landsbyggðinni sem tengja við skrif hans og eru sammála. Tryggvi segir lokun líkamsræktarstöðva svo mikla skerðingu á daglegri rútínu margra og jafnvel grunnþjónustu. Ég er svo reiður, svo ótrúlega reiður og sár. Nú stefnir í að líkamsræktarstöðvum um allt land verði lokað eftir helgi...Posted by Tryggvi Kristjánsson on Saturday, October 3, 2020 „Það er einmitt á svona erfiðum tímum sem hlutverk líkamsræktarstöðva verður enn stærra og mikilvægara.“ Tryggvi er kennari hjá Bjargi og nefnir námskeið fyrir fólk eldri en sextugt sem yfir hundrað manns sækja. Skorar á stjórnvöld að beina aðgerðum að hættusvæðum „Gersamlega frábær hópur sem brosir yfirleitt hringinn og nærir sálina með spjalli og kaffisopa fyrir og eftir tímann sjálfan. En vegna þessara smita fyrir sunnan á að loka á þennan hóp en samt er alltaf verið að brýna fyrir okkur að við verðum að passa upp á að þeir sem eldri eru einangrist ekki!!!!“ Líkamsræktarstöðin Bjarg á Akureyri.Bjarg Með auknu atvinnuleysi versni andleg líðan fólks. Skammdegisþunglyndið fari að banka á dyrnar. Ráð til fólks í þeim efnum sé að hreyfa sig. „Búseta á Íslandi er þannig að það er virkilega auðvelt að herða aðgerðir eftir landshlutum. Það að stjórnvöld ætli sér að láta það sama yfir allt landið ganga er gunguháttur og getuleysi,“ segir Tryggvi. Hann skorar á stjórnvöld að þeirra hertu aðgerðir beinist að hættusvæðum, þ.e. höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður tekur undir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir norðan rýnir sömuleiðis í tölurnar. Hann segir 23. sinnum líklegri að einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu sé í einangrun vegna COVID19 en einstaklingur sem býr á Norðurlandi eystra eða Austurlandi. „Það hefur verið í umræðunni að koma upp litakóðakerfi með svipuðu hætti eins og við þekkjum í tengslum við veðurspár Veðurstofunnar. Kerfi þar sem hægt væri að eiga við veirufjandann á hverju landsvæði fyrir sig,“ segir Njáll. Njáll reiknar hlutfallslegan fjölda smitaðra í hverjum landshluta miðað við gefinn heildarfjölda 100 þúsund.Njáll Trausti Hann deilir mynd sem sýnir hvernig smitfjölda er skipt eftir landshlutum miðað við íbúafjölda í hverjum hluta. 23 sinnum fleiri eru hlutfallslega smitaðir á höfuðborgarsvæðinu en á Norðurlandi eystra samkvæmt útreikningum Njáls Trausta. „Það er hætt við að það inngrip sem nú stefnir í á mánudaginn sé býsna hart og mikið miðað við stöðu mála á Norðurlandi eystra og Austurlandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilsa Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00 Funda um skólahald á morgun Menntamálaráðherra mun funda á morgun með skólameisturum og rektorum á mennta- og háskólastigi. 3. október 2020 20:03 Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Minnisblað Þórólfs: Allt að sex gætu látist miðað við fyrri reynslu Gera má ráð fyrir að núverandi bylgja kórónuveirunnar muni standa út október og um eða yfir eitt þúsund manns sýkist hér á landi. 3. október 2020 22:00
Funda um skólahald á morgun Menntamálaráðherra mun funda á morgun með skólameisturum og rektorum á mennta- og háskólastigi. 3. október 2020 20:03
Bareigendur margir afar gramir og sumir bugaðir Jón Bjarni Steinsson vert á Dillon auglýsir eftir vitrænum aðgerðum. 3. október 2020 18:17