Kennarar uggandi yfir stöðunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 16:18 Vonir eru bundnar við að það takist að halda grunn- og leikskólastarfi að sem mestu leyti óbreyttu þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Sigurjón Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34