Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðaði til upplýsingafundar klukkan 11 í dag í Katrínartúni.
Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fóru yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.
47 greindust smitaðir á laugardag en Víðir sagði að eins og tölurnar hafi litið út í gærkvöldi þá voru heldur fleiri að greinast með kórónuveiruna í gær heldur en á laugardag.
Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum í heild sinni. Þá má lesa beina textalýsingu þar að neðan.