Styrkur til ABC barnahjálpar til að lýsa upp heimavistir í Búrkína Fasó Heimsljós 5. október 2020 11:00 Þessar stúlkur hjóla fjóra kílómetra í skólann á hverjum morgni. ABC „Til þess að nemendur okkar geti unnið heimavinnu þurfa þeir að hafa ljós þegar þeir koma heim úr skólanum við sólsetur um klukkan sex að kvöldi. Ef það er ekki til staðar er kolniðamyrkur þar til um klukkan sex næsta morgunn þegar kominn er tími til að koma sér aftur í skólann,“ segir Hinrik Þorsteinsson hjá ABC barnahjálp en samtökin hafa fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að rafvæða með sólarrafhlöðum heimavistir og ýmiss önnur hús sem tengjast starfsemi skólans í borginni Bobo Dioulasso í Búrkina Fasó. Verkefnið snýst um að rafvæða um tveggja hektara svæði við borgina Bobo Dioulasso í Búrkina Fasó en þar hefur ABC rekið skóla í tólf ár. Upphaflega voru tæplega eitt hundrað börn í skólanum en þau eru núna rétt innan við átta hundruð og stunda nám í leikskóla, grunnskóla og verkmenntadeild. ABC barnahjálp hefur fengið stuðning til að byggja heimavist fyrir stúlkur og drengi, tvö hús sem rúma 18-20 ungmenni. Að sögn Hinriks eru heimavistirnar hugsaðar fyrir eldri nemendur skólans. Nemendur skólans í Bobo Dioulasso. ABC „Margir nemendur okkar hrökklast að heiman þegar þeir komast á unglingsár og hafa ekki neina aðstoð eða utanaðkomandi hjálp. Þetta gerist meðal annars vegna fátæktar. Stór fjölskylda býr jafnvel í einu herbergi og á erfitt með að finna hráefni í einu máltíð dagsins, hluta ársins. Oft gerist það að feðurnir bæta við sig eiginkonum og þær koma með eigin börn inn á heimilið. Þar verður því þröngt á þingi og nýju konurnar vilja oft reka fyrri eiginkonu og hennar börn út af heimilinu. Meðal annars af þessum ástæðum vildum við reyna að skapa nemendum okkar aðstöðu svo þeir gætu lokið námi úr grunnskóla. Við reynum líka að styðja við þau sem komast í menntaskóla,“ segir Hinrik. Búið er að leggja leiðslur fyrir rafmagn í allmörg hús á svæðinu, heimavist stúlkna, heimavist drengja, íbúðarhús gæslumanns, íbúðarhús umsjónarmanns heimavista, eldhús og hús fyrir tæknideild skólans. „Á þessu landi, sem við köllum Lífland, höfum við látið bora eftir vatni því þar er gott svæði til að rækta matjurtir. Þeir sem búa á heimavistinni læra ýmislegt í sambandi við ræktun og geymslu jurta. Vatnið er nauðsynlegt til að geta líka ræktað yfir þurrkatímann. Við erum einnig með vatnsturn knúinn sólarorku sem sér um að dæla vatni úr borholu upp í vatnstank. Vatninu er síðan dreift um svæðið eftir þar til gerðum leiðslum sem grafnar eru í jörðu. Og með þessari aðstoð frá auðlindum náttúrunnar – sólinni og vatninu – kemur íslenska nafnið Lífland,“ segir Hinrik. Stefnt er að því að verkefninu ljúki í árslok. Hjónin Hinrik Þorsteinsson og Guðný R. Jónasdóttir eru forstöðumenn ABC barnahjálpar í Búrkína Fasó. Vatnsturninn. ABC Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Búrkína Fasó Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent
„Til þess að nemendur okkar geti unnið heimavinnu þurfa þeir að hafa ljós þegar þeir koma heim úr skólanum við sólsetur um klukkan sex að kvöldi. Ef það er ekki til staðar er kolniðamyrkur þar til um klukkan sex næsta morgunn þegar kominn er tími til að koma sér aftur í skólann,“ segir Hinrik Þorsteinsson hjá ABC barnahjálp en samtökin hafa fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til þess að rafvæða með sólarrafhlöðum heimavistir og ýmiss önnur hús sem tengjast starfsemi skólans í borginni Bobo Dioulasso í Búrkina Fasó. Verkefnið snýst um að rafvæða um tveggja hektara svæði við borgina Bobo Dioulasso í Búrkina Fasó en þar hefur ABC rekið skóla í tólf ár. Upphaflega voru tæplega eitt hundrað börn í skólanum en þau eru núna rétt innan við átta hundruð og stunda nám í leikskóla, grunnskóla og verkmenntadeild. ABC barnahjálp hefur fengið stuðning til að byggja heimavist fyrir stúlkur og drengi, tvö hús sem rúma 18-20 ungmenni. Að sögn Hinriks eru heimavistirnar hugsaðar fyrir eldri nemendur skólans. Nemendur skólans í Bobo Dioulasso. ABC „Margir nemendur okkar hrökklast að heiman þegar þeir komast á unglingsár og hafa ekki neina aðstoð eða utanaðkomandi hjálp. Þetta gerist meðal annars vegna fátæktar. Stór fjölskylda býr jafnvel í einu herbergi og á erfitt með að finna hráefni í einu máltíð dagsins, hluta ársins. Oft gerist það að feðurnir bæta við sig eiginkonum og þær koma með eigin börn inn á heimilið. Þar verður því þröngt á þingi og nýju konurnar vilja oft reka fyrri eiginkonu og hennar börn út af heimilinu. Meðal annars af þessum ástæðum vildum við reyna að skapa nemendum okkar aðstöðu svo þeir gætu lokið námi úr grunnskóla. Við reynum líka að styðja við þau sem komast í menntaskóla,“ segir Hinrik. Búið er að leggja leiðslur fyrir rafmagn í allmörg hús á svæðinu, heimavist stúlkna, heimavist drengja, íbúðarhús gæslumanns, íbúðarhús umsjónarmanns heimavista, eldhús og hús fyrir tæknideild skólans. „Á þessu landi, sem við köllum Lífland, höfum við látið bora eftir vatni því þar er gott svæði til að rækta matjurtir. Þeir sem búa á heimavistinni læra ýmislegt í sambandi við ræktun og geymslu jurta. Vatnið er nauðsynlegt til að geta líka ræktað yfir þurrkatímann. Við erum einnig með vatnsturn knúinn sólarorku sem sér um að dæla vatni úr borholu upp í vatnstank. Vatninu er síðan dreift um svæðið eftir þar til gerðum leiðslum sem grafnar eru í jörðu. Og með þessari aðstoð frá auðlindum náttúrunnar – sólinni og vatninu – kemur íslenska nafnið Lífland,“ segir Hinrik. Stefnt er að því að verkefninu ljúki í árslok. Hjónin Hinrik Þorsteinsson og Guðný R. Jónasdóttir eru forstöðumenn ABC barnahjálpar í Búrkína Fasó. Vatnsturninn. ABC Styrkurinn er hluti af samstarfi ráðuneytisins við íslensk félagasamtök en auglýst var í byrjun árs 2020 eftir umsóknum um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna og mannúðaraðstoðar félagasamtaka. Umsóknarfrestur vegna þróunarsamvinnuverkefna var til 31. mars en hins vegar var sú breyting gerð að enginn umsóknarfrestur er skilgreindur fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar. Það er því opið fyrir umsóknir allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Nánar má lesa um samstarfið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Skóla - og menntamál Búrkína Fasó Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent