Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:23 Æfingasalur Hnefaleikafélags Kópavogs. Facebook/Hnefaleikafélag Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. Um tuttugu smit hafa nú verið rakin til félagsins eftir æfingar helgina áður. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hnefaleikafélag Kópavogs greinir sjálft frá smiti iðkanda í Facebook-færslu í gær. Þar segir að eftir að iðkandinn greindist með veiruna á fimmtudag hafi verið gripið til viðeigandi ráðstafana innan félagsins samstundis. Þeim sem verið hefðu í húsakynnum félagsins við Smiðjuveg í Kópavogi vikuna á undan hafi verið tilkynnt um smitið og félaginu lokað á meðan unnið væri að smitrakningu. Fleiri hafi greinst með veiruna í kjölfarið en ekki kemur fram í færslu Hnefaleikafélagsins hversu margir það eru. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við fréttastofu nú um hádegisbil að u.þ.b. tuttugu smit megi rekja til stöðvarinnar eftir æfingar á föstudag og laugardag síðustu helgi septembermánaðar, tæpri viku áður en fyrsta smitið greindist. Hnefaleikafélag Kópavogs verður lokað næstu tvær vikurnar. Félagið biðlar til allra sem finna fyrir einkennum að hafa strax samband við heilsugæslu eða hringja í síma 1700. Þá biður félagið þá sem verið hafa í húsakynnum þess að útbúa greinargóðan lista yfir þá sem þeir hafa verið í návígi við „til að minnka líkur á frekari útbreiðslu og létta undir álagi smitrakningarteymis og almannavarna.“ „Einnig biðjum við þá sem finna ekki fyrir einkennum en hafa verið í húsinu eða návígi við einhvern iðkanda að kanna möguleika á að fara í sýnatöku,“ segir í færslu félagsins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að margir hafi smitast af veirunni á vinnustöðvum, innan fjölskyldna og vinahópa sem geri sér glaðan dag. Einnig væri talsvert um smit á líkamsræktarstöðvum og á krám. Þá nefndi Þórólfur einnig sérstaklega að rekja mætti smit til hnefaleikastöðvar í Kópavogi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Box Kópavogur Tengdar fréttir 59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58 „Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29 Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
59 greindust innanlands og fimmtán á sjúkrahúsi 59 greindust innanlands og voru 34 þeirra í sóttkví. Þetta segir Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu. 5. október 2020 10:58
„Rauð flögg“ um alvarlegri faraldur ef ekkert hefði verið að gert Sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn nú í talsverðum vexti. 5. október 2020 11:29
Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. 5. október 2020 12:07