Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Sóttvarnalæknir hefur illan grun um að það muni reynast erfðara að kveða faraldurinn niður þetta skiptið. Veiran virðist hafa hreiðrað um sig víða og smitstuðullinn fer hækkandi. Rætt verður við Þórólf Guðnason í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í beinni útsendingu um úrræði fyrir fyrirtæki sem þurfa að loka allri starfsemi í hertum aðgerðum.

Í fréttatímanum verður að auki fjallað um óvenju margar réttarkrufningar sem hafa verið gerðar á árinu og að óútskýrðum dauðsföllum hafi fjölgað. 

Staðan í Teigsskógarmálinu stóra verður tekin og rætt við formann Skólastjórafélagsins um gagnrýni grunnskólakennara á sóttvarnarskipulagi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×