Skólastjóri segir sóttvarnaráðstafanir verða að taka mið af aðstæðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 18:31 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, bendir á að allir beri ábyrgð í því ástandi sem nú ríki. Vísir/Sigurjón „Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Við þurfum að horfa til þess að skipulag í öllum skólum landsins getur ekki verið einsleitt. Það er í takti við þær aðstæður sem eru á hverjum stað og þær eru mjög mismunandi,“ segir Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands. Grunnskólakennarar lýstu því yfir í dag að þeir upplifðu óöryggi í starfi vegna kórónuveirufaraldursins og að frjálsræði í sóttvörnum vinni gegn markmiði um að halda skólum opnum. Alls eru 1664 börn í sóttkví, eða helmingur þeirra sem eru í sóttkví. Þeir sögðu ábyrgðina á herðum stjórnenda og kalla eftir auknum sóttvarnarráðstöfunum og hólfaskiptingu. „Skólar og skólastjórar eru að reyna að hólfa niður skólana eins og hægt er og minnka samgang hinna fullorðnu, það er alveg ljóst. Ég trúi því og tel að skólastjórar hafi verið að reyna að gera það í samvinnu við sína kennara á sem víðustum grunni,” útskýrir Þorsteinn. Þá sé allt gert til þess að halda skólum opnum og skólastarfi gangandi. „Það hlýtur að vera bara núna að í hverri og einni skólastofnun að þá setjist menn niður og velti fyrir sér hvað þeir geta gert betur, ekki bara skólastjórarnir, heldur samfélagið innan skólanna í sameiningu.” Ábyrgðin sé ekki aðeins á herðum stjórnenda. „Við megum ekki gleyma því að við berum öll gríðarlega ábyrgð í dag í þessu samfélagi á hvernig við sjálf sóttverjum okkur og þá sem eru í kringum okkur,” bætir hann við. Sem fyrr segir eru samtals 1664 börn í sóttkví í dag. Þar af eru 1067 á höfuðborgarsvæðinu og 544 á Suðurlandi. Þá eru sautján börn í sóttkví á Suðurnesjum, níu á Vesturlandi, fjögur á Vestfjörðum, fjögur á Norðurlandi og eitt barn á Austurlandi. Átján börn eru óskráð, til dæmis erlendir ferðamenn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira