Um hundrað börn á ári missa foreldri en aðeins hluti þeirra fær aðstoð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2020 08:02 Karolína Helga Símonardóttir varaformaður Ljónshjarta. Margir eru hræddir við að trufla þá sem syrgja en Karolína segir að þó að það sé mismunandi hvort fólk hafi áhuga á að fá mikið af gestum eða símtölum á þessum erfiða tíma, sé betra að hafa samband en að gera það ekki. Spjallið með Góðvild „Óopinberar tölur eru að um hundrað börn á ári missi foreldri,“ segir Karolína Helga Símonardóttir. Hún segir að vegna vankanta á heilbrigðiskerfinu hér á landi fái aðeins hluti af þessum börnum viðeigandi aðstoð á réttum tíma. Karolína er sjálf fjögurra barna móðir og ekkja, en eiginmaður hennar var bráðkvaddur fyrir nokkrum árum. Í dag er hún varaformaður Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. „Það sem vantar að skilja betur inni í heilbrigðiskerfinu og almennt í samfélaginu er að sorg barna er ekki eins og sorg fullorðinna. Við syrgjum auðvitað engu síður en þau syrgja alltaf á nýju stigi eftir hverju þroskastigi.“ Karolína ræddi þetta mikilvæga málefni barna og samtökin Ljónshjarta í þættinum Spjallið með Góðvild. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Karolína Helga Símonardóttir Börnin syrgja á hverju þroskastigi Karólína segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið stígi betur inn í þegar andlát verður, þá sérstaklega þegar kemur að börnum í sorg. Karolína segir að sorg barna sé mismunandi eftir aldri og jafnvel kyni. Sum börn sem missa foreldri eru gripin af félagasamtökum og veittur allskyns stuðningur meðan önnur börn fá ekkert. Foreldrar eru því margir í erfiðri stöðu og þurfa að treysta á samtök sem rekin eru með styrkjum og fjáröflunum til að fá viðeigandi aðstoð fyrir börnin. „Við viljum bjarga og við viljum geta sett plástur en stundum þurfum við að hafa fagmann til að aðstoða okkur.“ Börn geta þurft að bíða í allt að ár eftir að komast til sálfræðings í gegnum heilsugæsluna og því fara margir á eigin vegum og borga á bilinu 15.000 til 18.000 á barn fyrir hvern tíma. Tímarnir eru ekki niðurgreiddir. Svo er foreldrið sem situr eitt eftir jafnvel líka að fá sálfræðiaðstoð. Kostnaðurinn getur verið mikill og styrkir Ljónshjarta því sálfræðikostnað fyrir þennan hóp. „Þegar þú ert með barn í sorg, þegar það kemur að sínum vendipunkti að þurfa að fara að takast á við sorgina þá ert þú ekkert að fara að bíða neitt.“ Karolína og börnin hennar fjögur. Mynd úr einkasafni Tómarúm tók við Karolína segir mikilvægt að heilbrigðiskerfið grípi fólk betur í sorginni, staðan núna sé þannig að margir þurfi að finna út úr þessu sjálfir. „Þetta er vankantur á heilbrigðiskerfinu okkar, eins og maðurinn minn var bráðkvaddur og það var enginn sem að hafði samband. Það var enginn læknir sem mætti heim eða hafði samband eða mætti heim eða prestur. Það var bara þetta tómarúm sem átti sér stað. Þegar þú verður fyrir svona miklu áfalli þá ertu kannski ekki að fara að taka upp símann.“ Sjálf brotnaði hún niður við að fá fréttirnar um að maðurinn hennar hefði fallið frá. Móðir hennar hringdi í 112 til þess að leita eftir aðstoð eða leiðbeiningum og var bent á að hafa bara samband við prest. „Draumurinn okkar hjá Ljónshjarta er sá að ef að einhver missir maka eða ef barn missir foreldri, að það fari eitthvað ákveðið áfallateymi í gang í heilbrigðiskerfinu þar sem það er sálfræðingur, áfallafræðingur, læknir. Að það er bara sest niður og þér er bara hjálpað í gegnum þetta og svo er þessu stýrt áfram í næstu skref.“ Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Tengdar fréttir Flúði land til að fá betri heilbrigðisþjónustu fyrir drenginn sinn Lena Larsen er móðir langveiks barns og þurfti að þurfti að flytja af landi brott til að fá þá heilbrigðisþjónustu sem sonur hennar þurfti á að halda. Hún segir að mikilvægt sé að fjölskyldur geti verið í sínu heimalandi og fái það aðhald og þjónustu sem þau eiga rétt á í þessum aðstæðum. 29. september 2020 08:00 Fáránlegt að foreldrar langveikra barna fái sama veikindarétt og aðrir „Þegar maður eignast langveikt barn þá er maður nokkuð fljótur að átta sig á því hvað veikindarétturinn er fáránlegur,“ segir Brynhildur Ýr Ottósdóttir, móðir tæplega þriggja ára langveiks drengs. 22. september 2020 08:00 „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að þegar hann deyr var ég enn þá móðir“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir missti son sinn árið 2013 en þá var Björgvin litli aðeins sex og hálfs árs. Í dag á Ásdís tvö börn til viðbótar sem og stjúpbörn en í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra þessa áhrifaríka sögu. 2. október 2020 10:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Óopinberar tölur eru að um hundrað börn á ári missi foreldri,“ segir Karolína Helga Símonardóttir. Hún segir að vegna vankanta á heilbrigðiskerfinu hér á landi fái aðeins hluti af þessum börnum viðeigandi aðstoð á réttum tíma. Karolína er sjálf fjögurra barna móðir og ekkja, en eiginmaður hennar var bráðkvaddur fyrir nokkrum árum. Í dag er hún varaformaður Ljónshjarta, sem eru samtök fyrir ungt fólk sem misst hefur maka og börn þeirra. „Það sem vantar að skilja betur inni í heilbrigðiskerfinu og almennt í samfélaginu er að sorg barna er ekki eins og sorg fullorðinna. Við syrgjum auðvitað engu síður en þau syrgja alltaf á nýju stigi eftir hverju þroskastigi.“ Karolína ræddi þetta mikilvæga málefni barna og samtökin Ljónshjarta í þættinum Spjallið með Góðvild. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Karolína Helga Símonardóttir Börnin syrgja á hverju þroskastigi Karólína segir nauðsynlegt að heilbrigðiskerfið stígi betur inn í þegar andlát verður, þá sérstaklega þegar kemur að börnum í sorg. Karolína segir að sorg barna sé mismunandi eftir aldri og jafnvel kyni. Sum börn sem missa foreldri eru gripin af félagasamtökum og veittur allskyns stuðningur meðan önnur börn fá ekkert. Foreldrar eru því margir í erfiðri stöðu og þurfa að treysta á samtök sem rekin eru með styrkjum og fjáröflunum til að fá viðeigandi aðstoð fyrir börnin. „Við viljum bjarga og við viljum geta sett plástur en stundum þurfum við að hafa fagmann til að aðstoða okkur.“ Börn geta þurft að bíða í allt að ár eftir að komast til sálfræðings í gegnum heilsugæsluna og því fara margir á eigin vegum og borga á bilinu 15.000 til 18.000 á barn fyrir hvern tíma. Tímarnir eru ekki niðurgreiddir. Svo er foreldrið sem situr eitt eftir jafnvel líka að fá sálfræðiaðstoð. Kostnaðurinn getur verið mikill og styrkir Ljónshjarta því sálfræðikostnað fyrir þennan hóp. „Þegar þú ert með barn í sorg, þegar það kemur að sínum vendipunkti að þurfa að fara að takast á við sorgina þá ert þú ekkert að fara að bíða neitt.“ Karolína og börnin hennar fjögur. Mynd úr einkasafni Tómarúm tók við Karolína segir mikilvægt að heilbrigðiskerfið grípi fólk betur í sorginni, staðan núna sé þannig að margir þurfi að finna út úr þessu sjálfir. „Þetta er vankantur á heilbrigðiskerfinu okkar, eins og maðurinn minn var bráðkvaddur og það var enginn sem að hafði samband. Það var enginn læknir sem mætti heim eða hafði samband eða mætti heim eða prestur. Það var bara þetta tómarúm sem átti sér stað. Þegar þú verður fyrir svona miklu áfalli þá ertu kannski ekki að fara að taka upp símann.“ Sjálf brotnaði hún niður við að fá fréttirnar um að maðurinn hennar hefði fallið frá. Móðir hennar hringdi í 112 til þess að leita eftir aðstoð eða leiðbeiningum og var bent á að hafa bara samband við prest. „Draumurinn okkar hjá Ljónshjarta er sá að ef að einhver missir maka eða ef barn missir foreldri, að það fari eitthvað ákveðið áfallateymi í gang í heilbrigðiskerfinu þar sem það er sálfræðingur, áfallafræðingur, læknir. Að það er bara sest niður og þér er bara hjálpað í gegnum þetta og svo er þessu stýrt áfram í næstu skref.“ Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi á þriðjudögum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar sem er í stjórn Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna www.godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Heilbrigðismál Börn og uppeldi Geðheilbrigði Tengdar fréttir Flúði land til að fá betri heilbrigðisþjónustu fyrir drenginn sinn Lena Larsen er móðir langveiks barns og þurfti að þurfti að flytja af landi brott til að fá þá heilbrigðisþjónustu sem sonur hennar þurfti á að halda. Hún segir að mikilvægt sé að fjölskyldur geti verið í sínu heimalandi og fái það aðhald og þjónustu sem þau eiga rétt á í þessum aðstæðum. 29. september 2020 08:00 Fáránlegt að foreldrar langveikra barna fái sama veikindarétt og aðrir „Þegar maður eignast langveikt barn þá er maður nokkuð fljótur að átta sig á því hvað veikindarétturinn er fáránlegur,“ segir Brynhildur Ýr Ottósdóttir, móðir tæplega þriggja ára langveiks drengs. 22. september 2020 08:00 „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að þegar hann deyr var ég enn þá móðir“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir missti son sinn árið 2013 en þá var Björgvin litli aðeins sex og hálfs árs. Í dag á Ásdís tvö börn til viðbótar sem og stjúpbörn en í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra þessa áhrifaríka sögu. 2. október 2020 10:30 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Flúði land til að fá betri heilbrigðisþjónustu fyrir drenginn sinn Lena Larsen er móðir langveiks barns og þurfti að þurfti að flytja af landi brott til að fá þá heilbrigðisþjónustu sem sonur hennar þurfti á að halda. Hún segir að mikilvægt sé að fjölskyldur geti verið í sínu heimalandi og fái það aðhald og þjónustu sem þau eiga rétt á í þessum aðstæðum. 29. september 2020 08:00
Fáránlegt að foreldrar langveikra barna fái sama veikindarétt og aðrir „Þegar maður eignast langveikt barn þá er maður nokkuð fljótur að átta sig á því hvað veikindarétturinn er fáránlegur,“ segir Brynhildur Ýr Ottósdóttir, móðir tæplega þriggja ára langveiks drengs. 22. september 2020 08:00
„Það var mjög mikilvægt fyrir mig að þegar hann deyr var ég enn þá móðir“ Ásdís Arna Gottskálksdóttir missti son sinn árið 2013 en þá var Björgvin litli aðeins sex og hálfs árs. Í dag á Ásdís tvö börn til viðbótar sem og stjúpbörn en í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra þessa áhrifaríka sögu. 2. október 2020 10:30