Segir tvenn afdrífarik mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn faraldrinum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2020 09:06 Beðið í röð eftir að komast í skimun. Vísir/Vilhelm Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins hér á landi orsakist af tilslökunum aðgerða innanlands. Hann segir tvenn afdrífarík mistök hafa verið gerð í aðgerðum gegn Covid-19. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í grein Jóns Ívars í Morgunblaðinu í dag sem ber titilinn Hver er leiðin út úr kófinu. Þar fer Jón Ívar yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir að í byrjun september hafi Íslendingar siglt í meðalhófi, lífið hafi verið í eins nálægt eðlilegu róli og hægt sé miðað við aðstæður. Segir Jón Ívar að þann 7. september, þegar slakað var á aðgerðum innanlands, hafi þriðja bylgjan fylgt í kjölfarið. Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook „Því miður var slakað á aðgerðum innanlands 7. september, smitstuðullinn rauk upp, og þetta olli því að þriðja bylgjan byrjaði viku seinna. Einstaklingsbundnar smitvarnir innanlands skipta nefnilega meira máli en aðgerðir á landamærum,“ skrifar Jón Ívar. Mistök sem valdið hafi miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni Flestir hafi áttað sig á því að það sé tálsýn að halda að Ísland geti verið veirufrítt land. „Sóttkví á landamærum skrúfaði fyrir ferðamannastraum sem slökkti lífsneistann í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Þannig hafa á undanförnum vikum verið gerð tvenn afdrifarík mistök í aðgerðum gegn Covid, þ.e.a.s. farið í mjög harðar aðgerðir á landamærum og of mikla slökun á aðgerðum innanlands. Þessi mistök hafa valdið miklu heilsufarslegu og efnahagslegu tjóni,“ skrifar Jón Ívar. Segir hann að spóla ætti til baka í aðgerðir sem voru í gildi fyrir 7. september, en eins metra reglan tók þá til að mynda gildi í stað fyrir tveggja metra regluna. Nauðsynlega þurfi að viðhalda smitstuðli undir einum þar til meirihluti þjóðarinna er bólusettur. Þegar stuðullinn er kominn undir einn mætti slaka örlítið á aðgerðum á landamærum, halda áfram skimun en breyta sóttkví í heimkomusmitgát. „Þegar bóluefni koma er ekki víst hversu áhrifarík þau verða og því er hugsanlegt að halda þurfi áfram lágmarkssmitvörnum í eitt ár í viðbót. Það er mikilvægt að halda smitstuðli undir einum en jafnframt að sigla í meðalhófi og stöðugt að meta hvort lækningin sé verri en sjúkdómurinn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Segir stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að það yrði stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin í stað fimm daga sóttkvíar eins og nú er. 4. september 2020 07:46
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00