Slitu borgarstjórnarfundi vegna ástandsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 14:45 Frá fundi í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarfundi var slitið rétt í þessu þar sem borgarstjóri fór yfir stöðu mála vegna nýjustu þróunar í COVID-19 smitum á höfuðborgarsvæðinu. Fundir borgarstjórnar hefjast á þriðjudögum klukkan 14 og varði þessi aðeins í fimmtán til tuttugu mínútur. Frá þessu greinir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sinni. Öllum málum á dagskrá fundarins var í kjölfarið frestað og var borgarstjórn einhuga um það að sögn Sigurborgar. 99 smit greindust í gær og langflest á höfuðborgarsvæðinu. Er það í takt við þróunina undanfarna daga þar sem langstærstur hluti fólks í einangrun er á suðvesturhorninu. Sóttvarnalæknir boðar harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15, í beinni útsendingu á Vísi. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða um helgina, sem við eigum von á að verði ennþá umfangsmeiri í dag. Það er því ljóst að það mun koma til frekari breytinga á þjónustu borgarinnar þegar auglýsing heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir mun liggja fyrir. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur starfað frá því um helgina og mun hún gefa út leiðbeiningar um leið og auglýsing heilbrigðisráðherra hefur tekið gildi. Reykjavíkurborg mun upplýsa um stöðu mála og helstu aðgerðir vegna þessarar þróunar á heimasíðu borgarinnar,“ segir Sigurborg Ósk. „Ég vil hrósa starfsfólki borgarinnar sem hafa leyst erfið verkefni síðustu daga. Það er einstakur metnaður og alúð sem framlína okkar starfsfólks leggur í störf sín. Stjórnendur eru að gera allt sem hægt er til að tryggja að það verði órofin starfsemi í nauðsynlegri velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólum.“ Markmiðið sé að draga úr útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. „Þar er samvinna með borgarbúum lykilatriði. Við förum saman í gegnum þessar vikur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Borgarstjórnarfundi var slitið rétt í þessu þar sem borgarstjóri fór yfir stöðu mála vegna nýjustu þróunar í COVID-19 smitum á höfuðborgarsvæðinu. Fundir borgarstjórnar hefjast á þriðjudögum klukkan 14 og varði þessi aðeins í fimmtán til tuttugu mínútur. Frá þessu greinir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sinni. Öllum málum á dagskrá fundarins var í kjölfarið frestað og var borgarstjórn einhuga um það að sögn Sigurborgar. 99 smit greindust í gær og langflest á höfuðborgarsvæðinu. Er það í takt við þróunina undanfarna daga þar sem langstærstur hluti fólks í einangrun er á suðvesturhorninu. Sóttvarnalæknir boðar harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15, í beinni útsendingu á Vísi. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða um helgina, sem við eigum von á að verði ennþá umfangsmeiri í dag. Það er því ljóst að það mun koma til frekari breytinga á þjónustu borgarinnar þegar auglýsing heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir mun liggja fyrir. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur starfað frá því um helgina og mun hún gefa út leiðbeiningar um leið og auglýsing heilbrigðisráðherra hefur tekið gildi. Reykjavíkurborg mun upplýsa um stöðu mála og helstu aðgerðir vegna þessarar þróunar á heimasíðu borgarinnar,“ segir Sigurborg Ósk. „Ég vil hrósa starfsfólki borgarinnar sem hafa leyst erfið verkefni síðustu daga. Það er einstakur metnaður og alúð sem framlína okkar starfsfólks leggur í störf sín. Stjórnendur eru að gera allt sem hægt er til að tryggja að það verði órofin starfsemi í nauðsynlegri velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólum.“ Markmiðið sé að draga úr útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. „Þar er samvinna með borgarbúum lykilatriði. Við förum saman í gegnum þessar vikur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira