Andleg líðan nokkuð góð og færri leitað sálfræðiaðstoðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2020 18:31 Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á að samstaða geti skipt sköpum. Vísir/Sigurjón Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira