Mo Salah fær mikið hrós fyrir að hjálpa heimilislausum manni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 13:30 Mohamed Salah sýndi mikla manngæsku og hjálpaði heimilislausum manni á bensínstöð. Getty/ Jason Cairnduff Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Mohamed Salah hjálpaði heimilislausum manni á dögunum eftir að sá hinn sami hafði orðið fyrir aðkasti frá götustrákum á bensínstöð rétt frá Anfield. Ensku blöðin segja frá hjálpsemi Mohamed Salah í dag en atvikið gerðist 28. september síðastliðinn. Mohamed Salah var þá á heimleið eftir að hafa hjálpað Liverpool að vinna 3-1 sigur á Arsenal en þurfti að stoppa á bensínstöð til að fylla á bílinn. "He heard what a group of lads were saying to me, then turned to them and said, That could be you in a few years . I...Posted by GiveMeSport on Miðvikudagur, 7. október 2020 Þar sá hann götustrákana vera að angra hinn heimilislausa David Craig. Strákarnir voru að stríða David sem mátti vissulega muna sinn fífil fegurri. Þetta fór ekki framhjá Mohamed Salah sem las strákunum pistilinn og rak þá svo í burtu samkvæmt frétt hjá The Sun en David Craig sagði frá atvikinu í viðtali við blaðið. Fleiri enskir miðlar fjölluðu líka um málið. Salah á að hafa sagt við strákana að þeir ættu að fara varlega því annars gætu þeir lent í sömu aðstöðu og þessi heimilislausi maður. Liverpool star Mo Salah confronts yobs harassing homeless man in petrol station https://t.co/mhd4TpuEwF— Daily Mail U.K. (@DailyMailUK) October 7, 2020 Mohamed Salah gerði samt meira en að reka strákana í burtu og kenna þeim lexíu. Hann fór líka í næsta hraðbanka og tók út hundrað pund og gaf David Craig sem var vitanlega mjög þakklátur. „Mo var alveg jafn yndislegur og hann er í Liverpool búningnum inn á vellinum. Hann heyrði hvað strákarnir voru að segja við mig en snéri sér síðan að þeim og sagði: Þetta gætu verið þið eftir nokkur ár,“ sagði David Craig. „Ég hélt síðan að ég væri að sjá ofsjónir þegar hann rétti mér hundrða punda seðilinn. Þvílík goðsögn,“ sagði Craig. David Craig er búinn að vera heimilislaus í sex ár og segir að Salah sé sönn hetja. Amongst all the madness, in 158 games Mo Salah now has 99 goals and 38 assists for Liverpool pic.twitter.com/mMSoyPm2EC— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) October 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira