„Ekki vera rasshaus og kvarta og kveina yfir aðgerðum þríeykisins“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2020 09:11 Theodóra á Landspítalanum í mars. Hún er með skýr skilaboð til þeirra sem kvarta yfir aðgerðum þríeykisins. úr einkasafni/vísir/vilhelm Theodóra Mýrdal, leikskólakennari og sérkennslustjóri í leikskólanum Tjarnarseli, er með skýr skilaboð til þeirra sem kvarta yfir hertum aðgerðum yfirvalda og þríeykisins vegna kórónuveirufaraldursins. „Ekki vera rasshaus!“ Theodóra þekkir áhrif faraldursins af eigin raun. Hún deilir reynslu sinni á Facebook og birtir mynd sem hún tók af sér þann 21. mars eða dagin eftir að hún var lögð inn á gjörgæslu vegna Covid-19. Lungna-, lifrar- og heilahimnubólga „Ég veiktist föstudaginn 13. mars og útskrifaðist loksins úr einangrun 1. maí. Já ég var í einangrun í 7 vikur! Ég var 5 daga á spítala, þar af voru 3 á gjörgæslu. Eftir alls konar rannsóknir þá var niðurstaðan sú að ég var með lungnabólgu, lifrarbólgu, og bólgu í heilahimnu. Púlsinn minn var mjög lágur meðan ég var veik, hann fór alveg niður í 31 slög á mínútu og þá var ég vakin með látum á gjörgæslu. Verkirnir sem ég upplifði voru bein- og vöðvaverkir af öðrum heimi,“ segir Theodóra. Hún segist hafa misst allt bragðskyn og lyktarskyn. Röddina sömuleiðis vegna gífurlegrar hálsbólgu og þá hafi hún varla getað kyngt. Theodóra biður fólk að hlusta á orð Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og hinna í þríeykinu.Vísir/Vilhelm „Var með stöðugan höfuðverk allan tímann og hann fæ ég ennþá í dag. Ég var svo lasin að ég hafði varla orku að fara á klósett, ég mæddist við það að klæða mig. Hóstinn var svo mikill að ég bjóst alveg við að sjá lungun mín koma með í einu kastinu. Ég þurfti töluverðan vökva í æð á spítala og svo líka á Covid göngudeildinni.“ Hún telji sig þó hafa verið heppna að þurfa ekki að fara í öndunarvél á gjörgæslu. Hún hafi þó verið á morfínskyldum verkjalyfjum vegna verkjanna í líkamanum. Eftirköstin engu skárri „Mér leið eins og það væri verið að rífa mig í sundur. Að geta ekki dregið andann djúpt án þess að fá verk eins og það standi hnífur í lunganu.“ Veiran sé svo óútreiknanleg. Hún hafi vaknað að morgni og hugsað: „Já, þetta verður kannski góður dagur, mér líður betur en í gær.“ Klukkustund síðar hafi hún legið með svo mikla beinverki og vanlíðan, eins og hún væri með 40 stiga hita. „Alveg eins og veiran er óútreiknanleg þá eru eftirköstin ekkert betri. Ég er núna með lungnateppu og þarf að taka sterapúst á morgnana og kvöldin og inn á milli þarf ég að pústa mig. Fæ astmaköst upp úr þurru. Ef ég geri „of mikið“ yfir daginn fæ ég „covid19“ einkenni eins og beinverki og höfuðverk. Ég glími við mikinn einbeitingarskort (sem er ekki gott í minni vinnu né námi) og eftir vinnu þá kem ég heim úrvinda. Ég verð þreytt á núll einni...það er bara eins og einhver sé með takka og ýti á hann.“ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir sjúkraflutningum vegna Covid-sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Hún segist ekki vita hvenær hún nái fullri heilsu á ný. Læknar segi henni að þeir viti ekkert og að hún verði að vera þolinmóð. „Þetta eru engin geimvísindi“ „Það vantar einfaldlega skýrar verklagsreglur til að koma covid19 fólki í endurhæfingu við hæfi,“ segir Theodóra. Hún sé ekki með mótefni en læknar tjái henni að T-frumur hennar hafi myndað ónæmi. Því ætti hún ekki að veikjast aftur. „En ég verð samt að segja að ég hræðist þetta dálítið, því það er enginn viss hvernig þessi veira hagar sér.“ Skilaboð Theodóru til landsmanna, nú þegar aðgerðir hafa verið hertar verulega - sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu - eru skýr: „Ekki vera rasshaus og kvarta og kveina yfir aðgerðum þríeykisins og ríkisstjórnarinnar, vertu þakklát/ur því trúðu mér ef þú veikist og færð sömu eftirköst og ég þá ert þú kannski ekkert á leiðinni í ræktina næstu mánuðina af sama krafti og núna. Notaðu grímu, þvoðu hendur, sótthreinsaðu þær og haltu 2 metra reglu! Þetta eru engin geimvísindi!“ Þessa sjálfu tók ég af mér þann 21. mars 2020, daginn eftir að ég var lögð inn á gjörgæslu vegna COVID19. Ég veiktist...Posted by Theodóra Mýrdal on Tuesday, October 6, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Theodóra Mýrdal, leikskólakennari og sérkennslustjóri í leikskólanum Tjarnarseli, er með skýr skilaboð til þeirra sem kvarta yfir hertum aðgerðum yfirvalda og þríeykisins vegna kórónuveirufaraldursins. „Ekki vera rasshaus!“ Theodóra þekkir áhrif faraldursins af eigin raun. Hún deilir reynslu sinni á Facebook og birtir mynd sem hún tók af sér þann 21. mars eða dagin eftir að hún var lögð inn á gjörgæslu vegna Covid-19. Lungna-, lifrar- og heilahimnubólga „Ég veiktist föstudaginn 13. mars og útskrifaðist loksins úr einangrun 1. maí. Já ég var í einangrun í 7 vikur! Ég var 5 daga á spítala, þar af voru 3 á gjörgæslu. Eftir alls konar rannsóknir þá var niðurstaðan sú að ég var með lungnabólgu, lifrarbólgu, og bólgu í heilahimnu. Púlsinn minn var mjög lágur meðan ég var veik, hann fór alveg niður í 31 slög á mínútu og þá var ég vakin með látum á gjörgæslu. Verkirnir sem ég upplifði voru bein- og vöðvaverkir af öðrum heimi,“ segir Theodóra. Hún segist hafa misst allt bragðskyn og lyktarskyn. Röddina sömuleiðis vegna gífurlegrar hálsbólgu og þá hafi hún varla getað kyngt. Theodóra biður fólk að hlusta á orð Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og hinna í þríeykinu.Vísir/Vilhelm „Var með stöðugan höfuðverk allan tímann og hann fæ ég ennþá í dag. Ég var svo lasin að ég hafði varla orku að fara á klósett, ég mæddist við það að klæða mig. Hóstinn var svo mikill að ég bjóst alveg við að sjá lungun mín koma með í einu kastinu. Ég þurfti töluverðan vökva í æð á spítala og svo líka á Covid göngudeildinni.“ Hún telji sig þó hafa verið heppna að þurfa ekki að fara í öndunarvél á gjörgæslu. Hún hafi þó verið á morfínskyldum verkjalyfjum vegna verkjanna í líkamanum. Eftirköstin engu skárri „Mér leið eins og það væri verið að rífa mig í sundur. Að geta ekki dregið andann djúpt án þess að fá verk eins og það standi hnífur í lunganu.“ Veiran sé svo óútreiknanleg. Hún hafi vaknað að morgni og hugsað: „Já, þetta verður kannski góður dagur, mér líður betur en í gær.“ Klukkustund síðar hafi hún legið með svo mikla beinverki og vanlíðan, eins og hún væri með 40 stiga hita. „Alveg eins og veiran er óútreiknanleg þá eru eftirköstin ekkert betri. Ég er núna með lungnateppu og þarf að taka sterapúst á morgnana og kvöldin og inn á milli þarf ég að pústa mig. Fæ astmaköst upp úr þurru. Ef ég geri „of mikið“ yfir daginn fæ ég „covid19“ einkenni eins og beinverki og höfuðverk. Ég glími við mikinn einbeitingarskort (sem er ekki gott í minni vinnu né námi) og eftir vinnu þá kem ég heim úrvinda. Ég verð þreytt á núll einni...það er bara eins og einhver sé með takka og ýti á hann.“ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir sjúkraflutningum vegna Covid-sjúklinga á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Hún segist ekki vita hvenær hún nái fullri heilsu á ný. Læknar segi henni að þeir viti ekkert og að hún verði að vera þolinmóð. „Þetta eru engin geimvísindi“ „Það vantar einfaldlega skýrar verklagsreglur til að koma covid19 fólki í endurhæfingu við hæfi,“ segir Theodóra. Hún sé ekki með mótefni en læknar tjái henni að T-frumur hennar hafi myndað ónæmi. Því ætti hún ekki að veikjast aftur. „En ég verð samt að segja að ég hræðist þetta dálítið, því það er enginn viss hvernig þessi veira hagar sér.“ Skilaboð Theodóru til landsmanna, nú þegar aðgerðir hafa verið hertar verulega - sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu - eru skýr: „Ekki vera rasshaus og kvarta og kveina yfir aðgerðum þríeykisins og ríkisstjórnarinnar, vertu þakklát/ur því trúðu mér ef þú veikist og færð sömu eftirköst og ég þá ert þú kannski ekkert á leiðinni í ræktina næstu mánuðina af sama krafti og núna. Notaðu grímu, þvoðu hendur, sótthreinsaðu þær og haltu 2 metra reglu! Þetta eru engin geimvísindi!“ Þessa sjálfu tók ég af mér þann 21. mars 2020, daginn eftir að ég var lögð inn á gjörgæslu vegna COVID19. Ég veiktist...Posted by Theodóra Mýrdal on Tuesday, October 6, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent