Geir búinn að taka til upp á Skaga: Deildin skuldar lítið sem ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 11:31 Geir Þorsteinsson er að gera góða hluti upp á Skaga. Vísir/Daníel Þór Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, kom inn í erfiða stöðu hjá deildinni í vetur en hefur nú tekist að koma rekstrinum í góð mál á innan við ári. Slæm fjárhagsstaða Knattspyrnudeildar ÍA var til umræðu í byrjun ársins en Geir Þorsteinsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) af Sigurði Þór Sigursteinssyni í mars. Gríðarlegur taprekstur var á knattspyrnudeild ÍA á leiktíðinni 2019 en það kom meðal annars fram í pistli sem Magnús Guðmundsson, formaður félagsins skrifaði á vef Skagafrétta í febrúar. Þar kom fram að tapið var 61 milljón króna. „Laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði einnig umtalsvert milli ára og samanlögð áhrif þessa eru að félagið skilaði um 61 milljóna króna taprekstri á árinu 2019, í stað 47 milljóna króna hagnaðar á árinu 2018,“ skrifaði Magnús. Áætlað var að rekstur Knattspyrnudeildar ÍA myndi skila jákvæðri niðurstöðu um 15 milljónir króna en svo kom kórónuveiran og allt breyttist. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ræddi reksturinn og leikmannamálin í viðtali við Kristinn Pál Teitsson í Fréttablaðinu í dag. Skagamenn hafa séð á eftir þremur leikmönnum í atvinnumennsku á yfirstandandi keppnistímabili því Bjarki Steinn Bjarkason fór til ítalska B-deildarliðsins Venezia um mitt sumar og um helgina fór Tryggvi Hrafn Haraldsson til norska B-deildarliðsins Lilleström og Stefán Teitur Þórðarson var seldur til danska B-deildarliðsins Silkeborg. „Það er svo ekkert launungarmál að þeir peningar sem við fáum fyrir sölu á borð við félagaskiptin á Stefáni Teiti til Silkeborg, skiptir miklu máli fyrir rekstur okkar, þó svo að íslensk félög séu enn að selja leikmenn fremur ódýrt til erlendra félagsliða,“ sagði Geir Þorsteinsson í viðtalinu við Fréttablaðið. „Þetta ár hefur verið mjög þungt í rekstri okkar, eins og annarra íslenskra félaga vegna kórónuveirunnar og því er kærkomið að geta selt leikmenn og fengið tekjur með þeim hætti. Staðan hvað fjárhaginn varðar er góð hjá knattspyrnudeild ÍA, en við þurftum að taka aðeins til í rekstrinum þegar ég tók við. Deildin skuldar lítið sem ekkert og við eigum öfluga bakhjarla á Akranesi sem sjá til þess að félagið stendur vel,“ sagði Geir ennfremur um stöðu mála hjá knattspyrnufélaginu. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla ÍA Akranes Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira