Skutu hljóðfrárri eldflaug á tíu þúsund kílómetra hraða Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 13:27 Vladímír Pútín og Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands. Forsetaembætti Rússlands Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka. Rússland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Rússneskir hermenn og vísindamenn gerðu í gær tilraun með hljóðfráa eldflaug af gerðinni Tsirkon. Skotið var á skotmark í Barentshafi og var það hæft. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að þróuð vopn sem þessi muni tryggja varnargetu herafla Rússlands til margra ára. Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, sagði Pútín í kjölfarið frá æfingarskotinu. Hann sagði eldflauginni hafa verið skotiðo frá herskipinu Admiral Gorshkov í Hvítahafi. Gerasimov sagði eldflaugina hafa hitt skotmark í um 450 kílómetra fjarlægð frá skotstaðnum. Eldflaugin hafi verið fjóra og hálfa mínútu að ferðast þá vegalengd og hafi mest náð áttföldum hljóðhraða, samkvæmt frétt TASS, fréttaveitunnar sem er í eigu rússneska ríkisins. Áttfaldur hljóðhraði er tæplega tíu þúsund kílómetrar á klukkustund. Pútín segir að mjög mikilvægan atburð sé að ræða, ekki bara fyrir herafla Rússlands, heldur Rússland sjálft. Svo þróuð vopn muni tryggja varnargetu Rússlands til margra ára. Fyrstu eldflauginni af þessari gerði var skotið í tilraunaskyni af herskipi í janúar. Pútín sagði einnig í dag að tilraunir myndu halda áfram og að þeim loknum yrðu Tsirkon-eldflaugum komið fyrir á öllum skipum og kafbátum Rússlands. Hljóðfráar eldflaugar sem þessar gera hefðbundnar eldflaugavarnir nánast úreltar því þær geta breytt snögglega af stefnu og komið sér undan öðrum eldflaugum. Rússar, Bandaríkin og Kína vinna hörðum höndum að þróun þessara vopna. Í raun eru tvær tegundir hljóðfrárra eldflauga til. Önnur gerðin er skamm- til meðaldræg og er keyrð af eldflaugarhreyfli, eins og hefðbundin skammdræg eldflaug. Hin gerðin er borin upp í gufuhvolfið af langdrægri eldflaug og fellur svo til jarðar á gífurlegum hraða. Hér að neðan má sjá frétt CNBC frá því fyrra um kapphlaupið að hljóðfráum eldflaugum og þar að neðan er myndband sem útskýrir hvernig hljóðfráar eldflaugar virka.
Rússland Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira