Fullyrt að óeining sé á stjórnarheimilinu vegna sóttvarnaaðgerða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 07:28 Ríkisstjórnin á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í lok september. Vísir/Vilhelm Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í hópi efasemdamanna, þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ráðherrar Vinstri grænna og Framsóknarflokks standi aftur á móti sem einn maður að baki heilbrigðisráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að allra síðustu daga hafi dregið úr óeiningunni vegna þess á hve miklu skriði kórónuveirufaraldurinn er hér innanlands, en síðustu tvo daga hafa tæplega 200 manns greinst með veiruna. Það hafi hins vegar vakið furðu bæði ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra samþykkti nýjar tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu án þess að ræða þær fyrst í ríkisstjórn líkt og venja hefur verið fyrir. Á meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem hafa tjáð efasemdir sínar opinberlega eru Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson. Brynjar lýsti nú síðast í gær á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verulegum efasemdum um lögmæti smitrakningar í faraldrinum og vísaði þá til þess að greiðslukortafærslur hefðu verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins eru þó fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins óánægðir en aðeins þeir sem hafa gagnrýnt sóttvarnaaðgerðirnar opinberlega. Þannig hafi margir í þingliðinu áhyggjur af því að of langt sé gengið í því að leyfa sérfræðingum að ráða ferðinni og að meðalhófs sé ekki gætt við útfærslu einstakra aðgerða. Þá séu einnig miklar áhyggjur af því að ekki sé nægilegt tillit tekið til bæði efnahagslegra og félagslegra afleiðinga aðgerðanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira