Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2020 12:24 Foreldrar hafa streymt í íþróttahús Sunnulækjarskóla í morgun með börn sín í sýnatöku. Allir þurfa að vera með grímu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira