Ekki bara eintóm sæla að vera þekkt Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 10:30 Inga Lind hefur lengi starfað í fjölmiðlum hér á landi. Í dag er hún ekkert fyrir framan myndavélina og aðeins fyrir aftan hana. Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira