Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fólk verði að fylgja tilmælum til að koma í veg fyrir veldisvöxt. vísir/vilhelm Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira