Segir atvinnuleysi stærsta efnahagsmál stjórnvalda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 15:41 Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskipktaráðs Íslands. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Hagfræðingur segir stærsta efnahagsmál stjórnvalda að vinna bug á atvinnuleysi. Hann óttast að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni leggja niður starfsemi í vetur. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir um efnahagsmál í skugga faraldurs kórónuveirunnar. Konráð segir að fyrirtæki úr fleiri geirum en ferðaþjónustunni muni neyðast til að leggja niður starfsemi í vetur. „Þetta ástand virðist vera að dragast á langinn og er að hafa kannski verri afleiðingar á afmarkaða geira en bara þá sem snúa beint að ferðaþjónustu. Mér finnst það kalla á tilefni til þess að endurskoða aðgerðir og breyta um stefnu ef tilefni er til,“ sagði Konráð. Tilbúin þegar hjólin fara að snúast Markmiðið segir hann að hljóti að vera fyrst og fremst að þau fyrirtæki sem eru í góðum rekstri og eru lífvænleg séu tilbún þegar allt fer aftur af stað. „Hættan sem skapast núna er sú að ef fyrirtækin verða gjaldþrota eða lenda í öðrum alvarlegum vanda þá muni efnahagslífið verða lengur að komast af stað. Það verður erfiðara að vinna á atvinnuleysi,“ segir hann. Konráð segir að stjórnvöld hafi áttað sig á þessu með breyttum lokunarstyrkjum. „Ég held það þurfi ekki bara að hugsa um þá sem þurfa að loka beinlínis vegna reglna. Sum starfsemi er gríðarlega skert bæði hvað varðar fjölda viðskiptavina og skerts opnunartíma“ Þó megi ekki taka markaðinn úr sambandi. „Þú vilt ekki búa til skakka hvata þannig að þróun sem var óumflýjanleg eigi sér ekki stað. Það þarf því að fara varlega í þetta. Þegar uppi er staðið snýst þetta um forgangsröðun.“ Ríkið á ekki að gera allt „Við getum ekki setið og sagt að ríkið eigi að gera allt. Lánadrottnar þurfa einnig að vera vakandi og vanda sig vel. Það ætti að mínu mati að brýna fyrir lánastofnunum, leigusölum og fleirum að reyna að leita leiða til að horfa fram í tímann og reyna að koma til móts við fyrrtæki sem gætu þá staðið af sér storminn,“ sagði Konráð. Hann segir það stærsta efnahagsmálið að vinna bug á atvinnuleysi núna. Það verði að koma í veg fyrir að atvinnuleysi aukist. „Við höfum horft á aðra leið sem væri að reyna að skapa fyririrækjum hvata til þess að ráða fólk sem hefur verið lengi atvinnulaust. Tæknilega séð er slíkt úrræði í boði hjá Vinnumálastofnun en einhverra hluta vegna virðist það vera lítið kynnt. Það eru skilyrði á því sem henta ekki,“ sagði Konráð. Margt hafi gengð vel í sumar. „Í sumar gekk vel í ýmis konar verslun og innlendri þjónustu. Það fer þó hratt versnandi. Þeir sem selja nauðsynjavörur halda flestir velli núna. Við sjáum líka að það gengur ágætlega á fasteignamarkaðnum,“ sagði Konráð. Fasteignir í Reykjavík.Vilhelm Áhyggjur af útflutningi „Maður hefur mestar áhyggjur af útflutningi. Rúmlega 40% af innlendri eftirspurn er innflutt. Forsendan fyrir því að það geti haldið áfram er útflutningur. Þess vegna hefur maður mestar áhyggjur af honum ef þetta ástand ílegngist,“ sagði Konráð. Nauðsynlegt að horfa til langs tíma Hann segir að það verði einnig að horfa fram í tímann og hugsa hvernig hægt sé að styðja fólk til lengri tíma. „Þá getum við horft á það sem var gert til að styðja við nýsköpun. Reyna að nota tímann núna til að byggja upp atvinnuvegi fyrir framtíðina, það er eitt í þessu. Almennt þarf þó að horfa til lengri tíma og sjá hvernig við getum komist úr út þessu þegar storminn lægir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sprengisandur Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent