„Ég hefði líklega lokað veitingastöðum, skólum og sett á útgöngubann“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2020 18:30 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 60 geindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með vieruna innanlands í fyrradag og 97 daginn þar áður. Því er um fækkun smita að ræða. 26 eru inniliggjandi á spítla vegna Covid19. Þar af 3 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél. Ánægður með núverandi samkomutakmarkanir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segist ánægður með þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til í síðustu viku og reiknar hann með að þær dugi til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Sjálfur hefði Kári þó gengið lengra í aðgerðum. „Ef ég hefði verið að stjórna þessu þá hefði ég verið dálítið harðari en þórólfur. Ég hefði líklega lokað skólum. Ég hefði líklega lokað veitingastöðum og ég hefði líklega sett útgöngubann eftir klukkan 21 á kvöldin eða eitthvað slíkt,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir.Lögreglan Með harðari aðgerðum væri möguleiki á að sóttvarnaryfirvöld næðu tökum á þriðju bylgju faraldursins fyrr. Smitin sem við glímum við núna má rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun á landamærum var tekin upp. Kári segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komið sýktur einstaklingur eftir að slík skimun var tekin upp. Hann segir það sýna fram á ágæti tvölfaldrar skimunar á landamærum og telur að hún geti komið í veg fyrir stóran faraldur hér á landi. „Það sem ég held hinsvegar að ef við náum tökum á þessu þá er það eina sem við eigum eftir að sjá eftir það eru lítil hópsmit sem við getum lokað á í grænum hvelli vegna þess að við kunnum það,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 60 greindust með veiruna innanlands í gær 60 greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þetta kemur fram á Covid.is 11. október 2020 10:28 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar hefði gengið lengra í samkomutakmörkunum hefði hann völdin. Hann segir óþarfa áhættu fólgna í því að hafa skóla og veitingastaði opna. 60 geindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim 60 sem greindust með kórónuveiruna í gær voru 36 í sóttkví við greiningu en 24 utan sóttkvíar. 87 greindust með vieruna innanlands í fyrradag og 97 daginn þar áður. Því er um fækkun smita að ræða. 26 eru inniliggjandi á spítla vegna Covid19. Þar af 3 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél. Ánægður með núverandi samkomutakmarkanir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segist ánægður með þær samkomutakmarkanir sem sóttvarnalæknir lagði til í síðustu viku og reiknar hann með að þær dugi til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins hér á landi. Sjálfur hefði Kári þó gengið lengra í aðgerðum. „Ef ég hefði verið að stjórna þessu þá hefði ég verið dálítið harðari en þórólfur. Ég hefði líklega lokað skólum. Ég hefði líklega lokað veitingastöðum og ég hefði líklega sett útgöngubann eftir klukkan 21 á kvöldin eða eitthvað slíkt,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir.Lögreglan Með harðari aðgerðum væri möguleiki á að sóttvarnaryfirvöld næðu tökum á þriðju bylgju faraldursins fyrr. Smitin sem við glímum við núna má rekja til ferðamanna sem komu til landsins áður en tvöföld skimun á landamærum var tekin upp. Kári segir að ekkert bendi til þess að inn í landið hafi komið sýktur einstaklingur eftir að slík skimun var tekin upp. Hann segir það sýna fram á ágæti tvölfaldrar skimunar á landamærum og telur að hún geti komið í veg fyrir stóran faraldur hér á landi. „Það sem ég held hinsvegar að ef við náum tökum á þessu þá er það eina sem við eigum eftir að sjá eftir það eru lítil hópsmit sem við getum lokað á í grænum hvelli vegna þess að við kunnum það,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12 60 greindust með veiruna innanlands í gær 60 greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þetta kemur fram á Covid.is 11. október 2020 10:28 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. október 2020 12:12
60 greindust með veiruna innanlands í gær 60 greindust með kórónuveiruna hér á landi í gær. Þetta kemur fram á Covid.is 11. október 2020 10:28