„Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 21:01 Grindvíkingarnir Einar Dagbjartsson og Gunnar Sigurðsson munu seint gleyma atburðunum þann 10. nóvember. 2023. Vísir/Sigurjón Tíundi nóvember verður aldrei gleðidagur í augum Grindvíkinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín á þessum degi fyrir ári. Þetta segir bæjarstjórinn í Grindavík en bæjarbúar minntust tímamótanna í dag. Bæjarbúar voru þó glaðir að geta komið saman í kaffi í bænum í dag í tilefni af tímamótunum. Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Það var kvöldið 10. nóvember 2023 sem ákveðið var að rýma Grindavík vegna jarðhræringa þegar kvikugangur myndaðist undir bænum. Rýmingin þótti ganga vel fyrir sig en flestir yfirgáfu bæinn með það í huga að snúa fljótt heim aftur. Það varð ekki raunin. Miklir óvissutímar tóku við hjá Grindvíkingum en síðan hefur gosið nokkrum sinnum á Reykjanesi. Í dag var smekkfullt hús í Kvikunni, menningarmiðstöðinni í Grindavík, þegar fréttastofu bar að garði síðdegis í dag en þangað voru bæjarbúar saman komnir í kaffi og minntust þess að fyrir ári síðan þurftu þau að yfirgefa heimili sín. „Ég var ekki heima, ég var úti á Kanarí þannig að við sluppum. En við fengum ekkert að fara aftur heim, það var bara þannig,“ segir Grindvíkingurinn Sigríður S. Gunnarsdóttir sem var þangað mætt ásamt öðrum. Einar Dagbjartsson var sjálfur úti á sjó þegar mestu lætin dundu yfir fyrir ári. „Ég var úti á Stuttagrunni 40 mílur suðvestur af Grindavík. Kom svo hér og landaði um sjöleitið aðeins á eftir áætlun. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Bryggjan var eins og harmonikka það voru rosaleg læti og við mamma flúðum svo bara tíu um kvöldið,“ segir Einar. Félagi hans Gunnar Sigurðsson var sjálfur heima í Grindavík þegar ósköpin dundu yfir. Fyrst var hann staddur í Víðihlíð, hjúkrunarheimilinu í Grindavík, en dreif sig síðan heim til konunnar svo hún væri ekki ein. „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum. Svo ég fór úr Grindavík um sex leytið, áður en var farið að rýma,“ segir Gunnar. Geithafurinn, einkennismerki Grindavíkur, er um fjögurra metra hár og verður tendraður í kvöld og mun veita bæjarbúum vonarljós.Vísir/Sigurjón Fannar Jónasson bæjarstjóri var einnig mættur í Kvikuna en þar var honum afhentur gripur með skjaldamerki Grindavíkur, en í kvöld tendra bæjarbúar einmitt „ljós vonar“, nýtt kennileiti í bænum fyrir utan Kvikuna sem sækir innblástur í skjaldamerki bæjarins og er af geithafri. „Þessi dagur mun aldrei vera neinn gleðidagur í huga okkar, 10. nóvember, en þegar að Grindvíkingar koma saman, þá getum við gleðst, við getum grátið og við getum fagnað ýmsum áföngum,“ segir Fannar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira