Dóms að vænta í grófu nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 07:00 Konur í fjölmörgum starfstéttum deildu áfallasögum sínum í #metoo byltingunni síðla árs 2017. Vísir/GarðarKjartans Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi, utan landsteinanna samkvæmt heimildum Vísis. Ákærði og brotaþoli þekktust. Konan lagði ekki fram kæru í málinu þegar það kom upp. Áratug síðar, í kjölfar #metoo byltingarinnar, hóf lögregla rannsókn á málinu. Grófar lýsingar í ákæru Í ákærunni, þar sem nöfn aðila eru afmáð og finna má grófar lýsingar sem rétt er að vara við, kemur fram að karlmaðurinn sé ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Almennt er reiknað með því að dómar séu kveðnir upp innan við fjórum vikum eftir að meðferð lýkur.Vísir/Vilhelm Er karlmanninum gefið að sök að hafa beitt konuna ólögmætri nauðung og ofbeldi. Meðal annars kastað sér á hana þar sem hún lá í rúmi og haldið henni fastri niðri. Eftir að konan féll í gólfið í átökunum hafi hann aftrað henni frá því að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar. Við það hafi hún skollið harkalega á gólfið og dottið á bakið. Ákærði hafi sett hné í bringu hennar. Eftir að konan náði að skríða upp í rúm hafi karlmaðurinn lagst ofan á hana og haft við konuna samræði. Marblettir víða á líkama Af þessu hafi konan hlotið marblett, fimm sentimetra langan og tveggja sentimetra breiðan, undir viðbeini vinstra megin. Einnig marbletti á báðum framhandleggjum. Marblett og rispu á maga, á vinstri fæti, marblett og núningssár á vinstra hné og sprungur við leggangaop. Málið telst varða fyrstu málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga en viðurlög varða fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Þá krefst konan í einkaréttakröfu að karlmaðurinn verði dæmdur til að greiða henni sex milljónir króna í bætur. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Efnt var til viðburðar í Borgarleikhúsinu þar sem konur úr ólíkum stéttum lásu upp áfallasögur. Frásögnin um hina meintu nauðgun árið 2008 birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Metoo-hreyfingin var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að meint brot átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í máli hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar. Athugasemd ritstjórnar 3. desember 2021. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Geir Gestssyni, réttargæslumanni brotaþola, að hún hefði aldrei kært málið. Hann segir að lögregla hafi hafið frumkvæðisrannsókn á málinu. MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Aðalmeðferð lauk í síðustu viku í grófu kynferðisbrotamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meint brot átti sér stað í ágúst 2008 í hótelherbergi, utan landsteinanna samkvæmt heimildum Vísis. Ákærði og brotaþoli þekktust. Konan lagði ekki fram kæru í málinu þegar það kom upp. Áratug síðar, í kjölfar #metoo byltingarinnar, hóf lögregla rannsókn á málinu. Grófar lýsingar í ákæru Í ákærunni, þar sem nöfn aðila eru afmáð og finna má grófar lýsingar sem rétt er að vara við, kemur fram að karlmaðurinn sé ákærður fyrir nauðgun með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 10. ágúst 2008 í hótelherbergi haft samræði við konu gegn hennar vilja. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Almennt er reiknað með því að dómar séu kveðnir upp innan við fjórum vikum eftir að meðferð lýkur.Vísir/Vilhelm Er karlmanninum gefið að sök að hafa beitt konuna ólögmætri nauðung og ofbeldi. Meðal annars kastað sér á hana þar sem hún lá í rúmi og haldið henni fastri niðri. Eftir að konan féll í gólfið í átökunum hafi hann aftrað henni frá því að standa á fætur með því að grípa í fótlegg hennar. Við það hafi hún skollið harkalega á gólfið og dottið á bakið. Ákærði hafi sett hné í bringu hennar. Eftir að konan náði að skríða upp í rúm hafi karlmaðurinn lagst ofan á hana og haft við konuna samræði. Marblettir víða á líkama Af þessu hafi konan hlotið marblett, fimm sentimetra langan og tveggja sentimetra breiðan, undir viðbeini vinstra megin. Einnig marbletti á báðum framhandleggjum. Marblett og rispu á maga, á vinstri fæti, marblett og núningssár á vinstra hné og sprungur við leggangaop. Málið telst varða fyrstu málsgrein 194. greinar almennra hegningarlaga en viðurlög varða fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Þá krefst konan í einkaréttakröfu að karlmaðurinn verði dæmdur til að greiða henni sex milljónir króna í bætur. Sagan ekki á meðal þeirra sem birtust #metoo Hreyfingin fór á fullt um heim allan í kjölfar þess að hópur kvenna steig fram og lýsti brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur síðan verið dæmdur fyrir kynferðisbrot. Fjölmargir Facebook-hópar voru myndaðir í íslenskum starfstéttum þar sem konur stigu fram, stundum undir nafnleynd, og deildu áfallasögum sínum. Má nefna konur í fjölmiðlum, stjórnmálum og sviðslistum sem dæmi. Í framhaldinu sendu margir hópar frá sér yfirlýsingu og með fylgdi fjöldi frásagna undir nafnleynd. Efnt var til viðburðar í Borgarleikhúsinu þar sem konur úr ólíkum stéttum lásu upp áfallasögur. Frásögnin um hina meintu nauðgun árið 2008 birtist í einum slíkum hóp undir nafnleynd. Vöktu lýsingarnar mikinn óhug í hópnum. Þessi saga var ekki send út með öllum hinum þegar frásagnir þeirrar stéttar voru birtar opinberlega. Málin vöktu mikla athygli og voru íslenskir fjölmiðlar undirlagðir áfallasögum kvenna í nokkrar vikur. Einstaka karlmenn misstu vinnuna auk þess sem fyrirtæki og stofnanir hétu að gera betur í sínum málum. Metoo-hreyfingin var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Grófustu kynferðisbrotin fyrnast á fimmtán árum Málið var þingfest í maí en þá kom fram í frétt Ríkisútvarpsins að innan við tvö ár væru liðin frá því að málið var kært. Um áratugur var því liðinn frá því að meint brot átti sér stað. Kynferðisbrot þar sem þyngsta refsing varðar meira en tíu ára fangelsi fyrnast á fimmtán árum. Vísi er ekki kunnugt um að fallið hafi dómur í máli hér á landi sem hafi verið kært í kjölfar #metoo byltingarinnar. Athugasemd ritstjórnar 3. desember 2021. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Geir Gestssyni, réttargæslumanni brotaþola, að hún hefði aldrei kært málið. Hann segir að lögregla hafi hafið frumkvæðisrannsókn á málinu.
MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira