Væri skaðlegt að bólusetja heila þjóð áður en öðrum er hleypt að Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 15:19 Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum. Vísir/Sigurjón Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum segir að viðkvæmir hópar og framlínufólk ætti alls staðar að vera í forgangi þegar bólusetningar við kórónuveirunni hefjast að lokum. Faraldurinn myndi aðeins dragast á langinn ef byrjað væri á því að bólusetja alla innan tiltekinnar þjóðar. Þetta kom fram í máli Magnúsar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Talsverður gangur er á þróun bóluefnis við kórónuveirunni en ellefu stórar bóluefnarannsóknir víðsvegar um heim eru nú í svokölluðum fasa þrjú, þ.e. á lokastigi þróunar, að sögn Magnúsar. „Ég held að flestir séu bjartsýnir á að einhver af þeim efnum sem þar er verið að rannsaka muni skila sér til almennings þegar fram líða stundir. En hvenær það verður er svo stóra spurningin, og hvaða efni verður það. En ég held það sé ekki raunsætt að reikna með einhverjum stórum fréttum fyrr en einhvern tímann í kringum árslokin, eða öðru hvorum megin við áramótin,“ sagði Magnús. Þá benti Magnús á að Bandaríska lyfjaeftirlitið hafi nýverið sett fram og staðfest tilteknar kröfur um eftirfylgni með þeim sem fá bóluefni. Þeim skuli fylgja eftir í minnst tvo mánuði svo hægt sé að tryggja að þeir fái ekki fylgikvilla tengda efninu. Þetta sagði Magnús að lengdi þróunarferlið. „En þegar menn hafa síðan fundið bóluefni sem virka – og það kann vel að vera að þau verði nokkur, þetta eru að mörgu leyti áþekk bóluefni sum hver – þá verður búið að framleiða allnokkur af sumum af þeim. Nokkrar milljónir skammta sem eru þá tilbúnir og þeir verða þá notaðir samkvæmt þeim samningum sem um það hafa verið gerðir,“ sagði Magnús. Íslenska ríkið hefur þegar gert þrjá samninga um kaup á bóluefni. Nú síðast var tilkynnt um samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, sem tryggir aðildarríkjum ESB, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, rétt til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Magnús sagði að þegar bóluefni kæmist loks í notkun yrðu viðkvæmir hópar og framlínufólk líklegast í forgangi. Hann kvaðst í það minnsta vona að sá hátturinn yrði hafður á því annað væri ekki vænlegt til vinnings. „Og reynum að forðast það að bólusetja alla innan einhverrar ákveðinnar þjóðar áður en öðrum er hleypt að. Því það er mjög skaðlegt og mun í raun tryggja það að faraldurinn dregst á langinn. Við þurfum að reyna að vernda þá sem eru í mestri hættu, við fáum mest út úr bóluefninu þannig,“ sagði Magnús.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Segja veiruna lifa á snertiflötum í allt að 28 daga Kórónuveiran, sem veldur sjúkdómnum Covid-19, getur lifað af og verið smitandi á ýmsum snertiflötum, svo sem peningaseðlum, símaskjám og ryðfríu stáli í allt að 28 daga. 11. október 2020 19:01
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent