„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur ekki að þjóðin sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnareglum og tilmælum yfirvalda og hefur fulla trú á að við komumst í gegnum þetta saman. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Sjá meira