Kveið því að fara í skólann og fékk fallegt bréf frá Klopp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2020 09:30 Jürgen Klopp sendi ungum stuðningsmanni Liverpool fallegt bréf. getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira
Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15
Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01
Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00