Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Fleiri börn hafa greinst með kórónuveiruna það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Þá hafa foreldrar hátt í fjögur hundruð leik- og grunnskólabarna í Reykjavík kosið að halda börnum sínum heima síðustu daga.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt verður við yfirlækni smitsjúkdóma í beinni útsendingu.

Hartnær sextíu prósent Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá og hefur stuðningur ekki mælst meiri frá því að mælingar könnunarfyrirtækisins MRR hófust árið 2017. Stjórnmálafræðingur segir fyrirséð að átök verði um málið. Hópur stuðningsmanna málaði í dag annað ákall um nýja stjórnarskrá á vegg við Skúlagötu eftir að sambærilegt verk var þrifið burt í gær.

Rúmlega tvö þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna í Svíþjóð frá því á föstudag. Sóttvarnalæknir landsins sagði í dag rangt að faraldurinn væri að ná sömu hæðum þar í landi og í vor. Farið verður yfir þróun faraldursins í útlöndum í kvöldfréttum.

Mannanafnafrumvarp dómsmálaráðherra nýtur, að því er virðist, fulls stuðnings Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata en deildar meiningar eru um það innan stjórnarflokkanna. Miðflokkurinn er frumvarpinu algerlega andsnúinn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×