Einar Andri og Gústi völdu bestu leikmenn Olís-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2020 15:30 Ásbjörn Friðriksson er besti leikmaður Olís-deildar karla að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. vísir/hulda margrét Henry Birgir Gunnarsson setti þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni fyrir heimaverkefni fyrir Seinni bylgjuna á mánudaginn. Meðal þeirra var að velja fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla. Krefjandi verkefni en þeir Einar Andri og Ágúst skiluðu af sér lista yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar. Leikmennirnir fimm eru allt þekktar stærðir í íslenskum handbolta og tveir þeirra í stóru hlutverki í landsliðinu, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sá fyrrnefndi var í 5. sætinu en sá síðarnefndi í því þriðja. Í 4. sæti er Guðmundur Hólmar Helgason sem kom til Selfoss fyrir tímabilið. Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon er í 2. sæti lista þeirra Einars Andra og Ágústs. „Hann er búinn að vera óstöðvandi. Hann er kominn aftur á þann stað sem hann var kominn á þegar hann var valinn í landsliðið,“ sagði Einar Andri um Magnús Óla sem hann þjálfaði hjá FH á sínum tíma. Hann þjálfaði einnig manninn í efsta sæti listans, Ásbjörn Friðriksson. Ágúst fékk hins vegar það hlutverk að mæra hann. „Þetta eru allt saman mjög frambærilegir og góðir leikmenn og við hefðum auðvitað getað velt þessum lista lengi fyrir okkur. En þegar öllu er á botninn hvolft er Ási búinn að spila frábærlega þótt það sé ekki mikið búið af mótinu. Hann hefur tekið yfir fullt af leikjum og góður að stjórna hraðanum í leikjum. Hann er bæði mikill skorari og gerir líka leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Ágúst um Ásbjörn. Klippa: Seinni bylgjan - Bestu leikmenn Olís-deildar karla Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00 Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00 Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson setti þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni fyrir heimaverkefni fyrir Seinni bylgjuna á mánudaginn. Meðal þeirra var að velja fimm bestu leikmenn Olís-deildar karla. Krefjandi verkefni en þeir Einar Andri og Ágúst skiluðu af sér lista yfir fimm bestu leikmenn Olís-deildarinnar. Leikmennirnir fimm eru allt þekktar stærðir í íslenskum handbolta og tveir þeirra í stóru hlutverki í landsliðinu, þeir Kári Kristján Kristjánsson og Björgvin Páll Gústavsson. Sá fyrrnefndi var í 5. sætinu en sá síðarnefndi í því þriðja. Í 4. sæti er Guðmundur Hólmar Helgason sem kom til Selfoss fyrir tímabilið. Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon er í 2. sæti lista þeirra Einars Andra og Ágústs. „Hann er búinn að vera óstöðvandi. Hann er kominn aftur á þann stað sem hann var kominn á þegar hann var valinn í landsliðið,“ sagði Einar Andri um Magnús Óla sem hann þjálfaði hjá FH á sínum tíma. Hann þjálfaði einnig manninn í efsta sæti listans, Ásbjörn Friðriksson. Ágúst fékk hins vegar það hlutverk að mæra hann. „Þetta eru allt saman mjög frambærilegir og góðir leikmenn og við hefðum auðvitað getað velt þessum lista lengi fyrir okkur. En þegar öllu er á botninn hvolft er Ási búinn að spila frábærlega þótt það sé ekki mikið búið af mótinu. Hann hefur tekið yfir fullt af leikjum og góður að stjórna hraðanum í leikjum. Hann er bæði mikill skorari og gerir líka leikmennina í kringum sig betri,“ sagði Ágúst um Ásbjörn. Klippa: Seinni bylgjan - Bestu leikmenn Olís-deildar karla
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32 Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00 Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00 Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni fengu smá heimaverkefni frá Henry Birgi Gunnarssyni fyrir þáttinn í vikunni. Þeir hentu í nokkra topp fimm lista og sá fyrsti var yfir bestu félagsskiptin. 14. október 2020 12:32
Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Íslandsmótið í handbolta var nýhafið þegar það þurfti að gera tveggja vikna hlé og það hlé gæti lengst enn frekar. 13. október 2020 15:00
Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Hafdís Renötudóttir ræddi óvænt félagsskipti sín til Svíþjóðar í viðtali við Seinni bylgjuna sem og hvernig gengur hjá henni í endurkomunni eftir höfuðmeiðslin. 13. október 2020 13:00
Leikmaður Aftureldingar með kórónuveiruna Ofan á öll meiðslin sem herja á karlalið Aftureldingar í handbolta greindist leikmaður liðsins með kórónuveiruna. 13. október 2020 12:00