5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 11:00 Goðsögn! Alfreð Finnbogason komst á forsíður grísku blaðanna með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrir fimm árum. Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst á ný á þriðjudaginn þegar átta leikir í E til H-riðlum fara fram. Íslendingar eiga tvo fulltrúa í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili; Mikael Neville Andersson sem leikur með Danmerkurmeisturum Midtjylland og Ögmund Kristinsson hjá grísku meisturunum í Olympiacos. Ögmundur og félagar eru í C-riðli með Porto, Manchester City og Marseille. Það var ansi eftirminnilegt þegar Íslendingur spilaði síðast með Olympiacos á enskri grundu í Meistaradeildinni. Jafnaldri Ögmundar og félagi hans í íslenska landsliðinu, Alfreð Finnbogason, skoraði þá sigurmark Olympiacos gegn Arsenal, 2-3, á Emirates í London. Olympiacos fékk Alfreð á láni frá Real Sociedad fyrir tímabilið 2015-16. Hann skoraði tvö mörk fyrir félagið í þrettán leikjum; eitt í 3-4 sigri á Panthrakikos í grísku úrvalsdeildinni og svo í fyrrnefndum leik gegn Arsenal. Það var jafnframt fyrsti Meistaradeildarleikur Alfreðs á ferlinum. Bæði Arsenal og Olympiacos töpuðu í 1. umferð riðlakeppninnar, Arsenal 2-1 fyrir Dinamo Zagreb og Olympiacos 0-3 fyrir Bayern München. Það var því mikið undir á Emirates þriðjudagskvöldið 29. september 2015. Pardo kom Olympiacos yfir á 33. mínútu en Theo Walcott jafnaði fyrir Arsenal tveimur mínútum síðar. Fimm mínútum fyrir hálfleik skoraði David Ospina, markvörður Arsenal, svo sjálfsmark og kom Grikkjunum aftur yfir. Alfreð kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Brown Ideye. Alexis Sánchez jafnaði fyrir Arsenal á 65. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Alfreð sigurmark Olympiacos með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pardo. Markið má sjá hér fyrir neðan. „Það er ekki hægt að kvarta undan neinu núna,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi eftir leikinn á Emirates. „Þetta er fyrsti sigur Olympiakos í Englandi eftir tólf töp í röð. Það er gaman að vera hluti af því. Gaman að vera hluti af sögunni.“ Alfreð varð annar Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona. Þeir tveir ásamt Arnóri Sigurðssyni eru einu Íslendingarnir sem hafa skorað í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir þennan frækna sigur á Arsenal á Emirates komst Olympiacos ekki í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og varð að gera sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að góðu. Þótt Arsenal hafi tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í F-riðli náði liðið 2. sætinu með því að vinna Dinamo Zagreb og Olympiacos í síðustu tveimur leikjum sínum. Olivier Giroud skoraði öll mörk Arsenal í 0-3 sigri á Olympiacos í Grikklandi í lokaumferð riðlakeppninnar sem tryggði Skyttunum farseðilinn í útsláttarkeppnina. Alfreð stoppaði stutt við hjá Olympiacos en hann var lánaður Augsburg í Þýskalandi í byrjun febrúar 2016. Augsburg keypti Alfreð svo frá Real Sociedad um sumarið og hann hefur leikið þar síðan við góðan orðstír. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00