Þorgrímur sagður hafa brotið sóttvarnareglur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 07:49 Þorgrímur Þráinsson ræðir við Gylfa Þór Sigurðsson eftir leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM í fyrra. vísir/vilhelm Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira
Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag er fullyrt að Þorgrímur Þráinsson hafi brotið sóttvarnareglur UEFA þegar hann gekk inn á Laugardalsvöll eftir sigur íslenska karlalandsliðsins á Rúmeníu fyrir viku og faðmaði mann og annan. Þorgrímur greindist með kórónuveiruna í fyrradag og í kjölfarið þurfti allt starfslið íslenska liðsins að fara í sóttkví, þ.á.m. landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén. Hann fékk þó að vera á leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í gær ásamt aðstoðarþjálfaranum Frey Alexanderssyni en Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu liðinu af hliðarlínunni. Ísland tapaði leiknum, 1-2, og féll þar með niður í B-deild Þjóðadeildarinnar. Þorgrímur var ekki á skýrslu í leikjunum gegn Rúmeníu í umspili um sæti EM og Danmörku í Þjóðadeildinni. Starfsmenn sem eru á ekki á skýrslu eiga ekki að fara inn á völlinn eins og Þorgrímur gerði þegar hann fagnaði með íslensku landsliðsmönnunum eftir sigurinn á Rúmenum. Í reglum UEFA er talað um aðskilnað leikmanna og starfsfólks í landsliðsverkefnum, m.a. á æfingum, í matmálstímum og á leikjum. Það virðist eitthvað hafa skolast til því eftir leikinn gegn Rúmeníu fóru Þorgrímur og Magnús Gylfason, formaður landsliðsnefndar, inn á völlinn til að fagna með landsliðsmönnunum. Magnús var þó með grímu en ekki Þorgrímur. Með frétt Fréttablaðsins er birt mynd af Þorgrími að faðma landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson að sér. Leikurinn gegn Belgíu í gær var síðasti heimaleikur Íslands á árinu. Framundan eru þrír útileikir í nóvember, m.a. gegn Ungverjalandi um sæti á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15 Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10 Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35 Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07 Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40 Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Sjá meira
Þetta er ákveðin reynsla sem við setjum í bakpokann Arnar Þór Viðarsson var aðalþjálfari íslenska landsliðsins er liðið tapaði 2-1 fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld. Hann var nokkuð sáttur með frammistöðu kvöldsins gegn liðinu sem trónir á toppi heimslista FIFA. Hann hefði þó viljað sjá liðið jafna metin undir lok leiks. 14. október 2020 21:15
Umfjöllun: Ísland - Belgía 1-2 | Fín frammistaða en Ísland er fallið Ísland leitar enn að sínu fyrsta stigi í Þjóðadeildinni í fótbolta en stóð sig vel gegn besta landsliði heims, Belgíu, í 2-1 tapi á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2020 21:10
Enginn í landsliðshópnum smitaður Allir nítján leikmennirnir í íslenska landsliðshópnum fengu neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. 14. október 2020 13:35
Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví? Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví. 14. október 2020 11:07
Þjálfarateymi morgundagsins klárt Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld. 13. október 2020 21:40
Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það. 13. október 2020 20:16
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16