Spilar á miðjunni með fyrirmyndinni sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2020 12:31 Alexandra Jóhannsdóttir í leiknum gegn Lettlandi í síðasta mánuði. Hún skoraði eitt marka Íslands í 9-0 sigri. vísir/vilhelm Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Alexandra Jóhannsdóttir hefur stimplað sig rækilega inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á undanförnum mánuðum. Hún byrjaði báða leikina í síðustu landsleikjahrinu, gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM, og lék allar 90 mínúturnar í báðum leikjunum. Alexandra skoraði eitt mark í 9-0 sigrinum á Lettum og lék svo vel í 1-1 jafnteflinu við Svía, bronslið síðasta heimsmeistaramóts. Alexandra var gestur Pepsi Max marka kvenna í fyrradag ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni. Þegar Helena Ólafsdóttir spurði Alexöndru hver fyrirmynd hennar væri stóð ekki á svari hjá henni. „Sara Björk [Gunnarsdóttir] sem spilar með mér á miðjunni,“ sagði Alexandra. Líkt og Sara kemur Alexandra úr Haukum og líkt og Sara fór hún þaðan til Breiðabliks. Alexandra er á sínu þriðja tímabili hjá Blikum en óvíst er hvort hún verður þar áfram. Hún vildi þó lítið gefa upp þegar Helena spurði hvort hann væri farin að hugsa sér til hreyfings. „Ég held að það komi bara í ljós. Það er verið að vinna í einhverju en það kemur bara í ljós,“ sagði Alexandra sem var svo spurð hver draumadeildin væri. „Það er margt sem heillar. Það eru nokkur tilboð í gangi en ekkert ákveðið og þetta er enn smá óljóst,“ sagði Alexandra. Hafnfirðingurinn tvítugi hefur leikið sjö A-landsleiki og skorað tvö mörk, bæði gegn Lettlandi í undankeppni EM 2021. Alexandra og stöllur hennar í Breiðabliki eru með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar kvenna og eiga auk þess leik til góða á liðið í 2. sæti, Val. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Alexandra um fyrirmyndina
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Dreymir um Meistaradeildina og ákveður eftir tímabilið hvort hún verður áfram Elísabet Gunnarsdóttir ætlar að koma Kristianstad í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. 14. október 2020 14:25