Nikótínpúðahraukarnir á Grafarholtsvelli Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2020 14:05 Svo virðist sem kylfingar séu býsna duglegir við að troða nikótínpúðum í andlitið á sér. Sem þeir svo, því miður, hrækja út úr sér á golfvellinum. Þessi hrúga er ekki beinlínis til prýði á Grafarholtsvellinum. Ólafur Hand „Ég tók fyrst eftir þessu í sumar, þegar ég var að spila en pældi svo ekkert meira í því,“ segir Ólafur William Hand, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafur, eiginkona hans Kolbrún Anna Jónsdóttir ásamt Labradorhundinum Rökkva Þór Ólafssyni, gengu galtóman Grafarholtsvöllinn í blíðviðrinu í vikunni. „Plokktúr,“ segir Ólafur. „Tilgangurinn var að plokka helvítis nikótinpúðanna sem eru um allan völlinn. Þetta er árangurinn af einum stuttum göngutúr. Það er með ólíkindum að meðlimir GR skuli ganga svona um völlinn sinn,“ segir Ólafur en hann birti myndir af afrakstrinum á Facebook-síðu sinni og hafa þær vakið mikla og verðskuldaða athygli. „Ég hef ekkert við það að athuga að menn brúki þetta. En ég held að það sé vert að vekja athygli á því hvernig menn ganga um völlinn sinn,“ segir Ólafur. Vinsældir nikótínpúða hafa rokið upp að undanförnu og samkvæmt þessu eru kylfingar engir eftirbátar annarra með að troða þessu í andlitið á sér, nema síður sé. Hugsa þetta fram yfir hádegi Ólafur segir að „afrakstur“ þeirra hjóna sé bara það sem þau sáu þar sem þau gengu eftir göngustígum og hefðbundnum gönguleiðum vallarins. Hann telur að notaðir nikótínpúðarnir sem þar liggja eins og hráviði séu í það minnsta tíu sinnum fleiri, þau skönnuðu ekki völlinn allan. Þau fundu fjóra sígarettustubba en ómælt magn af nikótínpúðum. Svo telur Ólafur vert, fyrir þá sem ganga um völlinn og er annt um hann að laga boltaför í flötum og taka upp brotin tí. Þá bendir hann á að bananahýði brotni ekki niður hratt þó lífrænt sé. Sóðaskapur sé af því. Hluti afraksturs plokkferðar hjónanna á Grafarholtsvöllinn. Ólafur Hand metur það svo að þau hafi ekki náð að hirða upp nema brot af því sem á vellinum er.ólafur hand „Við vorum með hanska. Það er Covid í gangi,“ segir Ólafur sem telur ekki innan verksviðs starfsmanna vallarins að hirða þetta upp. Ábyrgðin hvíli alfarið á herðum þeirra sem hrækja þessu út úr sér. Og þó búið sé að taka niður allar ruslafötur á vellinum, sem er umdeilt atriði, þá er það annað mál að mati Ólafs. Menn geti hæglega verið með þar til gerðar öskjur til að setja þetta í. Það verður að hugsa fram yfir hádegi. Ólafur segist ekki hafa fengið konu sína í golfið enn sem komið er og því hafi verið kærkomið tækifæri að ganga með henni einn hring. Þó gaman hefði verið að hafa kylfurnar með í för. En hann telur þetta góða æfingu engu að síður, taka út völlinn og huga að skipulagi. Hann komst til að mynda að því, eftir göngutúr um völlinn, að það er ekkert endilega málið að rífa upp dræverinn á öllum teigum. Breytast í sjentilmenni á erlendum völlum Að mati Ólafs er verulegur munur á framgöngu kylfinga á erlendum golfvöllum og svo þeim hér heima. „Þú þyrftir ekkert að hafa áhyggjur af því ef þú værir hrækjandi út úr þér nikótínpúðum til að mynda á Pebble Beach eða st. Andrews, að þú fengir að spila þar aftur værir þú gripinn við slíkt athæfi. Ólafur og Kolbrún á erlendum golfvelli. Ólafur segist hafa tekið eftir því að landar hans breytist í annáluð snyrtimenni og jafnvel sjentílmenni á erlendum golfvöllum en það sé svo allt gleymt þegar heim er komið. Ég hef spilað marga velli erlendis og mér finnst eins og menn beri meiri virðingu fyrir þeim en hérna heima. Af því að þú ert að spila á frægum velli breytistu umsvifalaust í mikinn séntilmann og snyrtimenni. En gleymir því hér heima og heldur að vindurinn sjái um þetta. En svo er ekki. Megum ganga betur um golfvellina okkar. Ekkert tekur því fram að spila glæsilegan og vel hirtan völl.“ Ólafur segir sorglega fáa hafa verið á ferðinni. Hin umdeilda lokun golfvalla, sem er önnur og flóknari saga, ætti að bjóða uppá tækifæri fyrir meðlimi golfklúbba að nota vellina sem útivistarsvæði og til gönguferða. Kynnast vellinum án þess að vera með kylfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Umhverfismál Reykjavík Nikótínpúðar Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ég tók fyrst eftir þessu í sumar, þegar ég var að spila en pældi svo ekkert meira í því,“ segir Ólafur William Hand, stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur. Ólafur, eiginkona hans Kolbrún Anna Jónsdóttir ásamt Labradorhundinum Rökkva Þór Ólafssyni, gengu galtóman Grafarholtsvöllinn í blíðviðrinu í vikunni. „Plokktúr,“ segir Ólafur. „Tilgangurinn var að plokka helvítis nikótinpúðanna sem eru um allan völlinn. Þetta er árangurinn af einum stuttum göngutúr. Það er með ólíkindum að meðlimir GR skuli ganga svona um völlinn sinn,“ segir Ólafur en hann birti myndir af afrakstrinum á Facebook-síðu sinni og hafa þær vakið mikla og verðskuldaða athygli. „Ég hef ekkert við það að athuga að menn brúki þetta. En ég held að það sé vert að vekja athygli á því hvernig menn ganga um völlinn sinn,“ segir Ólafur. Vinsældir nikótínpúða hafa rokið upp að undanförnu og samkvæmt þessu eru kylfingar engir eftirbátar annarra með að troða þessu í andlitið á sér, nema síður sé. Hugsa þetta fram yfir hádegi Ólafur segir að „afrakstur“ þeirra hjóna sé bara það sem þau sáu þar sem þau gengu eftir göngustígum og hefðbundnum gönguleiðum vallarins. Hann telur að notaðir nikótínpúðarnir sem þar liggja eins og hráviði séu í það minnsta tíu sinnum fleiri, þau skönnuðu ekki völlinn allan. Þau fundu fjóra sígarettustubba en ómælt magn af nikótínpúðum. Svo telur Ólafur vert, fyrir þá sem ganga um völlinn og er annt um hann að laga boltaför í flötum og taka upp brotin tí. Þá bendir hann á að bananahýði brotni ekki niður hratt þó lífrænt sé. Sóðaskapur sé af því. Hluti afraksturs plokkferðar hjónanna á Grafarholtsvöllinn. Ólafur Hand metur það svo að þau hafi ekki náð að hirða upp nema brot af því sem á vellinum er.ólafur hand „Við vorum með hanska. Það er Covid í gangi,“ segir Ólafur sem telur ekki innan verksviðs starfsmanna vallarins að hirða þetta upp. Ábyrgðin hvíli alfarið á herðum þeirra sem hrækja þessu út úr sér. Og þó búið sé að taka niður allar ruslafötur á vellinum, sem er umdeilt atriði, þá er það annað mál að mati Ólafs. Menn geti hæglega verið með þar til gerðar öskjur til að setja þetta í. Það verður að hugsa fram yfir hádegi. Ólafur segist ekki hafa fengið konu sína í golfið enn sem komið er og því hafi verið kærkomið tækifæri að ganga með henni einn hring. Þó gaman hefði verið að hafa kylfurnar með í för. En hann telur þetta góða æfingu engu að síður, taka út völlinn og huga að skipulagi. Hann komst til að mynda að því, eftir göngutúr um völlinn, að það er ekkert endilega málið að rífa upp dræverinn á öllum teigum. Breytast í sjentilmenni á erlendum völlum Að mati Ólafs er verulegur munur á framgöngu kylfinga á erlendum golfvöllum og svo þeim hér heima. „Þú þyrftir ekkert að hafa áhyggjur af því ef þú værir hrækjandi út úr þér nikótínpúðum til að mynda á Pebble Beach eða st. Andrews, að þú fengir að spila þar aftur værir þú gripinn við slíkt athæfi. Ólafur og Kolbrún á erlendum golfvelli. Ólafur segist hafa tekið eftir því að landar hans breytist í annáluð snyrtimenni og jafnvel sjentílmenni á erlendum golfvöllum en það sé svo allt gleymt þegar heim er komið. Ég hef spilað marga velli erlendis og mér finnst eins og menn beri meiri virðingu fyrir þeim en hérna heima. Af því að þú ert að spila á frægum velli breytistu umsvifalaust í mikinn séntilmann og snyrtimenni. En gleymir því hér heima og heldur að vindurinn sjái um þetta. En svo er ekki. Megum ganga betur um golfvellina okkar. Ekkert tekur því fram að spila glæsilegan og vel hirtan völl.“ Ólafur segir sorglega fáa hafa verið á ferðinni. Hin umdeilda lokun golfvalla, sem er önnur og flóknari saga, ætti að bjóða uppá tækifæri fyrir meðlimi golfklúbba að nota vellina sem útivistarsvæði og til gönguferða. Kynnast vellinum án þess að vera með kylfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Golf Umhverfismál Reykjavík Nikótínpúðar Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55 Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53 Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Áhyggjuefni að fólk skilji ekki sóttvarnatilmæli Tilmæli um að golfvellir loki samhliða því sem annað íþróttastarf leggst tímabundið af eru liður í því að reyna að koma í veg fyrir hópamyndun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það áhyggjuefni ef fólk skilur ekki hvers vegna gripið sé til sóttvarnaaðgerða. 13. október 2020 18:55
Segir það óafsakanlegt að hafa farið í golf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það hafi verið óafsakanlegt af hennar hálfu að fara í golf í dag á golfvellinum í Hveragerði, þrátt fyrir tilmæli þess efnis að kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu sæki ekki í golf á völlum utan höfuðborgarsvæðisins 10. október 2020 21:53
Forseti GSÍ skilur reiði kylfinga Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, segir að það hafi verið erfitt að hunsa tilmæli sóttvarnayfirvalda um að loka golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu. 12. október 2020 13:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent