Missti föður sinn átta ára sem markaði líf hans: „Dauðinn var orðinn þægileg tilhugsun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 07:00 Vinirnir Snæbjörn og Flosi ræddu saman í yfir fjórar klukkustundir. Flosi Þorgeirsson er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar. Hann settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og þeir ræddu saman í fjórar klukkustundir. Flosi hefur merkilega sögu að segja en faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þunglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Faðir Flosa starfaði á gröfu og þegar sá stuttu var átta ára gamall kvaddi hann pabba sinn í vinnunni, hann ætlaði að fá að vinna örlítið lengur. Allt breyttist Stuttu síðar lenti hann í hruni og dó. Atvik sem átti eftir að hafa áhrif á Flosa alla ævi en hann áttaði sig á því um þrítugt að hann væri bæði þunglyndur og mikill kvíðasjúklingur. Snæbjörn og Flosi eru góðir vinir og rifja þeir upp söguna þegar Snæbjörn skutlaði honum á geðdeild fyrir nokkrum árum. Flosi segist hafa verið kominn gjörsamlega á botninn og á barmi sjálfsmorðs. Snæbjörn skutlaði vini sínum frá Húsavík til Akureyrar á geðdeild á þessum tíma. „Kærastan var þarna búin að gefast upp á mér. Ég var ofboðslega kvíðinn og þunglyndur og vildi bara alltaf vera að drekka og hanga í tölvunni,“ segir Flosi og heldur áfram. „Það nennir enginn til lengdar að vera með þannig manneskju. Mér fannst þetta alveg frábær manneskja en þessi tilfinning og þetta þunglyndi er sterkara en allt. Hún fékk nóg og þá var ég allt í einu aleinn og ofboðslega berskjaldaður, því ég hafði alltaf leitað að einhverjum til að hengja mig á, alveg síðan að ég var barn.“ Hann segist alltaf hafa leitað í akkeri og stöðugleika. Skar sig til að minnka sársaukann „Svona sambönd gengu aldrei neitt hjá mér og ég var bara alltaf mjög dofinn og leiðinlegur. Þarna var ég einn á Húsavík og fór þá að drekka miklu meira. Ég hafði samband við lækninn minn og sagðist vera ógeðslega þunglyndur og að drepast úr kvíða. Þá fékk ég róandi efni uppáskrifuð og drakk síðan bjór með því. Svo hitti ég einhverja vafasama menn sem gátu skaffað mér amfetamíni á Húsavík,“ segir Flosi en þetta er árið 2009. „Þarna voru sjálfsvígshugsanirnar orðnar rosalegar og ég var alltaf að hugsa um dauðann. Ég var farinn að fantasera hvort ég gæti ekki sviðsett dauðann einhvern veginn eins og að detta í klettum, svo þetta gæti litið út eins og slys. Dauðinn var orðin þægileg tilhugsun og var að hlakka til að hann kæmi. Tilhugsunin um börnin mín stöðvaði mig alltaf,“ segir Flosi sem varð á þessum tímapunkti að komast inn á geðdeild. Snæbjörn fékk símtal frá honum og mætti í kjölfarið til hans. „Ég brást þér síðan. Þú varst búinn að eyða tíma og peningum í bensín til að koma mér til Akureyrar en þegar ég mætti vildi ég ekki leggjast inn og við fórum þá til baka. Tveimur dögum hringi ég síðan aftur í þig því mér leið bara hræðilega og þá gaf ég mig alveg og gekk inn á geðdeild,“ segir Flosi sem var þarna farinn að skera sig allan. Flosi lagðist inn á geðdeild og hefur líf verið betra síðan. Hér að neðan má hlusta á samtalið í heild sinni. Tímamót Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Flosi Þorgeirsson er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar. Hann settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og þeir ræddu saman í fjórar klukkustundir. Flosi hefur merkilega sögu að segja en faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þunglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Faðir Flosa starfaði á gröfu og þegar sá stuttu var átta ára gamall kvaddi hann pabba sinn í vinnunni, hann ætlaði að fá að vinna örlítið lengur. Allt breyttist Stuttu síðar lenti hann í hruni og dó. Atvik sem átti eftir að hafa áhrif á Flosa alla ævi en hann áttaði sig á því um þrítugt að hann væri bæði þunglyndur og mikill kvíðasjúklingur. Snæbjörn og Flosi eru góðir vinir og rifja þeir upp söguna þegar Snæbjörn skutlaði honum á geðdeild fyrir nokkrum árum. Flosi segist hafa verið kominn gjörsamlega á botninn og á barmi sjálfsmorðs. Snæbjörn skutlaði vini sínum frá Húsavík til Akureyrar á geðdeild á þessum tíma. „Kærastan var þarna búin að gefast upp á mér. Ég var ofboðslega kvíðinn og þunglyndur og vildi bara alltaf vera að drekka og hanga í tölvunni,“ segir Flosi og heldur áfram. „Það nennir enginn til lengdar að vera með þannig manneskju. Mér fannst þetta alveg frábær manneskja en þessi tilfinning og þetta þunglyndi er sterkara en allt. Hún fékk nóg og þá var ég allt í einu aleinn og ofboðslega berskjaldaður, því ég hafði alltaf leitað að einhverjum til að hengja mig á, alveg síðan að ég var barn.“ Hann segist alltaf hafa leitað í akkeri og stöðugleika. Skar sig til að minnka sársaukann „Svona sambönd gengu aldrei neitt hjá mér og ég var bara alltaf mjög dofinn og leiðinlegur. Þarna var ég einn á Húsavík og fór þá að drekka miklu meira. Ég hafði samband við lækninn minn og sagðist vera ógeðslega þunglyndur og að drepast úr kvíða. Þá fékk ég róandi efni uppáskrifuð og drakk síðan bjór með því. Svo hitti ég einhverja vafasama menn sem gátu skaffað mér amfetamíni á Húsavík,“ segir Flosi en þetta er árið 2009. „Þarna voru sjálfsvígshugsanirnar orðnar rosalegar og ég var alltaf að hugsa um dauðann. Ég var farinn að fantasera hvort ég gæti ekki sviðsett dauðann einhvern veginn eins og að detta í klettum, svo þetta gæti litið út eins og slys. Dauðinn var orðin þægileg tilhugsun og var að hlakka til að hann kæmi. Tilhugsunin um börnin mín stöðvaði mig alltaf,“ segir Flosi sem varð á þessum tímapunkti að komast inn á geðdeild. Snæbjörn fékk símtal frá honum og mætti í kjölfarið til hans. „Ég brást þér síðan. Þú varst búinn að eyða tíma og peningum í bensín til að koma mér til Akureyrar en þegar ég mætti vildi ég ekki leggjast inn og við fórum þá til baka. Tveimur dögum hringi ég síðan aftur í þig því mér leið bara hræðilega og þá gaf ég mig alveg og gekk inn á geðdeild,“ segir Flosi sem var þarna farinn að skera sig allan. Flosi lagðist inn á geðdeild og hefur líf verið betra síðan. Hér að neðan má hlusta á samtalið í heild sinni.
Tímamót Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira