Þriðja legudeildin opnar, gjörgæslurýmum fjölgað og smit á fíknigeðdeild Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2020 19:00 Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við Landspítalann. Vísir/Egill Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. Landlæknir hefur undafarið óskað eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en mun færri hafa skráð sig í hana nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Í gær kom upp smit á fíknigeðdeild Landspítalans á þriðja tug starfsfólks að fara í sóttkví eða um helmingur. Nú eru um 19 starfsmenn spítalans í einangrun og eru samtals um 110 manns í sóttkví. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að verkefnin séu gríðarmörg og þegar séu komnar tvær legudeildir fyrir sjúklinga með Covid-19. „Síðan erum við farin að leggja inná aðra legudeild og undirbúa okkur undir að fara á þá þriðju. Þá erum við komin með þrjár legudeildir bara fyrir þennan sjúklingahóp. Við höfum þurft að fjölga rúmum á gjörgæslu og erum í öllu þessu að horfa á spálíkön um hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigríður. Þá þarf að sinna fleiri sjúklingum þar en í fyrstu bylgju faraldursins. „Það er meira af veiku fólki sem er ekki með Covid og það þarf að sinna því líka,“ segir hún. Þá eru um tvöþúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og hringt er í 400-450 manns á dag. Ef fólk er með versnandi líðan er það beðið að koma í tékk á göngudeildina. Sigríður segir heilbrigðisstarfsfólk takmarkaða auðlind. „Við getum veitt nauðsynlega heilbrigðisþjónustu bæði fyrir Covid- veika og þá sem ekki eru með sjúkdóminn en smitin eru dreifðari en áður og koma meira inn á spítalann sem þýðir að við getum þurft að endurskipuleggja starfsemina með meiri fyrirvara,“ segir hún. Hún segir nauðsynlegt að geta sótt í bakvarðasveitina. „Við þiggjum allan góðann liðsauka og tökum þeim fagnandi og erum einnig að finna leiðir innanhúss hjá okkur. Við höfum t.d. fengið svæfingar-og skurðhjúkrunarfræðinga á gjörgæsluna,“ segir Sigríður. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47 26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17 Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01 Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29 Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira
Landspítalinn hyggst opna þriðju Covid- legudeildina og gjörgæslurýmum hefur verið fjölgað að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. Mikið álag sé á starfsfólki og mikilvægt að geta sótt til bakvarðasveitarinnar. Smit kom upp á fíknigeðdeild í gær. Landlæknir hefur undafarið óskað eftir fólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar en mun færri hafa skráð sig í hana nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Í gær kom upp smit á fíknigeðdeild Landspítalans á þriðja tug starfsfólks að fara í sóttkví eða um helmingur. Nú eru um 19 starfsmenn spítalans í einangrun og eru samtals um 110 manns í sóttkví. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að verkefnin séu gríðarmörg og þegar séu komnar tvær legudeildir fyrir sjúklinga með Covid-19. „Síðan erum við farin að leggja inná aðra legudeild og undirbúa okkur undir að fara á þá þriðju. Þá erum við komin með þrjár legudeildir bara fyrir þennan sjúklingahóp. Við höfum þurft að fjölga rúmum á gjörgæslu og erum í öllu þessu að horfa á spálíkön um hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigríður. Þá þarf að sinna fleiri sjúklingum þar en í fyrstu bylgju faraldursins. „Það er meira af veiku fólki sem er ekki með Covid og það þarf að sinna því líka,“ segir hún. Þá eru um tvöþúsund manns í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans og hringt er í 400-450 manns á dag. Ef fólk er með versnandi líðan er það beðið að koma í tékk á göngudeildina. Sigríður segir heilbrigðisstarfsfólk takmarkaða auðlind. „Við getum veitt nauðsynlega heilbrigðisþjónustu bæði fyrir Covid- veika og þá sem ekki eru með sjúkdóminn en smitin eru dreifðari en áður og koma meira inn á spítalann sem þýðir að við getum þurft að endurskipuleggja starfsemina með meiri fyrirvara,“ segir hún. Hún segir nauðsynlegt að geta sótt í bakvarðasveitina. „Við þiggjum allan góðann liðsauka og tökum þeim fagnandi og erum einnig að finna leiðir innanhúss hjá okkur. Við höfum t.d. fengið svæfingar-og skurðhjúkrunarfræðinga á gjörgæsluna,“ segir Sigríður.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47 26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17 Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01 Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29 Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira
Smit í hópi heilsugæslustarfsmanna í Garðabæ Heilsugæslustöðin mun vegna þessa þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. 15. október 2020 18:47
26 manns inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Þar af eru þrír á gjörgæsludeild og af þeim eru tveir í öndunarvél. 15. október 2020 10:17
Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45
Eftirlit með tæplega þúsund Covid-sjúklingum Rétt tæplega þúsund manns eru nú í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 998 sjúklingar. 10. október 2020 15:01
Spítalinn að gera allt sem þykir árangursríkast gegn veirunni Páll Matthíasson forstjóri Landspítala segir ljóst að Landspítalinn sé nú að gera alla þá hluti sem taldir eru árangursríkastir í baráttunni við kórónuveiruna. 9. október 2020 18:29
Innsýn á gjörgæsludeild Landspítala á tímum Covid Nú stendur þriðja bylgja kórónuveirufaraldsins sem hæst hér á land og greindust 97 Íslendingar með kórónuveiruna í gær. Veiran veldur Covid-19 sjúkdómnum. 9. október 2020 12:29
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42