Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 22:26 F-15-orrustuþota líkt og þær sem flugu yfir Akureyri í gær. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær. Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. Þoturnar taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi þessa dagana og hafa meðal annars æft aðflug að Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, birti myndband þar sem F-15-orrustuþota sést í aðflugi með miklum drunum yfir Akureyri á Facebook-síðu sinni í dag. Í færslunni segist Njáll Trausti hafa verið á gangi með hundi sínum fyrir ofan Skautahöllina þegar hann sá þoturnar á ferð. Sem flugáhugamanni hafi þoturnar verið honum himnasending. Þeim hafi aftur á móti fylgt mikið sjónarspil og hávaði. „Það var hins vegar óheppilegt að afturbrennararnir voru í gangi og mikill hávaði myndaðist vegna þessa,“ skrifar þingmaðurinn. Því segist hann hafa haft samband við Landhelgisgæsluna í morgun til að gera athugasemd við notkun afturbrennaranna. „Það er greinilegt að það hefur orðið einhver misskilningur á milli aðila um hvað mætti gera og hvað ekki. Það er milli Gæslu og ameríska flughersins. Mér skilst að þetta hafi síðan verið tekið föstum tökum og allt sé á beinu brautinni núna. Við skulum læra af þessu,“ skrifar Njáll Trausti. Í færslunni hér fyrir neðan má sjá myndband Njáls Trausta af herþotu með afturbrennara í gangi koma til lendingar á Akureyri í gær.
Akureyri NATO Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira