Meiddi samherja til að reyna að komast í aðallið Liverpool Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2020 20:00 Tom Brewitt í leik með unglingaliði Liverpool. Draumur hans að spila fyrir aðallið félagsins rættist ekki. getty/Nick Taylor Tom Brewitt, sem var á mála hjá Liverpool í áratug, viðurkennir að hafa beitt öllum brögðum til auka líkurnar á að spila fyrir aðallið félagsins. Hann gekk meira að segja svo langt að meiða liðsfélaga sinn. Brewitt rifjaði upp aðdraganda bikarleiks Liverpool og Exeter City í upphafi árs 2016 í hlaðvarpinu Football Journeys og hvernig hann gerði allt til að fá að spila í rauðu treyjunni. „Sama hvað þurfti, ég var tilbúinn að gera það. Jafnvel þótt ég þyrfti að meiða einhvern. Ég þráði ekkert meira en að spila,“ sagði Brewitt. Hann taldi að helsti keppinautur sinn um stöðu í byrjunarliði væri Darren Cleary og Brewitt lét til skarar skríða á æfingum í aðdraganda bikarleiksins. „Ég ákvað að það væri annað hvort ég eða hann svo ég fór í hann á æfingum. Á æfingum milli jóla og nýárs var ég alltaf nálægt honum á æfingum og sparkaði bara í hann. Ég ætlaði ekki að meiða hann alvarlega en samt nógu mikið svo hann yrði óleikfær og ég gæti spilað,“ sagði Brewitt. Að sögn Brewitts var Cleary á hækjum í tvær vikur eftir harða tæklingu hans á æfingum. Hann kvaðst ekki vera stoltur af þessu en sagði að hann hefði bara þurft að taka Cleary út úr myndinni. Brewitt spilaði reyndar ekki umræddan leik gegn Exeter því hann fékk heilahristing á æfingu fjórum dögum fyrir leikinn. Draumur Brewitts um að leika fyrir aðallið Liverpool rættist aldrei og hann yfirgaf félagið 2017. Hann er núna án félags eftir að samningur hans við D-deildarliðið Morecambe rann út. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Tom Brewitt, sem var á mála hjá Liverpool í áratug, viðurkennir að hafa beitt öllum brögðum til auka líkurnar á að spila fyrir aðallið félagsins. Hann gekk meira að segja svo langt að meiða liðsfélaga sinn. Brewitt rifjaði upp aðdraganda bikarleiks Liverpool og Exeter City í upphafi árs 2016 í hlaðvarpinu Football Journeys og hvernig hann gerði allt til að fá að spila í rauðu treyjunni. „Sama hvað þurfti, ég var tilbúinn að gera það. Jafnvel þótt ég þyrfti að meiða einhvern. Ég þráði ekkert meira en að spila,“ sagði Brewitt. Hann taldi að helsti keppinautur sinn um stöðu í byrjunarliði væri Darren Cleary og Brewitt lét til skarar skríða á æfingum í aðdraganda bikarleiksins. „Ég ákvað að það væri annað hvort ég eða hann svo ég fór í hann á æfingum. Á æfingum milli jóla og nýárs var ég alltaf nálægt honum á æfingum og sparkaði bara í hann. Ég ætlaði ekki að meiða hann alvarlega en samt nógu mikið svo hann yrði óleikfær og ég gæti spilað,“ sagði Brewitt. Að sögn Brewitts var Cleary á hækjum í tvær vikur eftir harða tæklingu hans á æfingum. Hann kvaðst ekki vera stoltur af þessu en sagði að hann hefði bara þurft að taka Cleary út úr myndinni. Brewitt spilaði reyndar ekki umræddan leik gegn Exeter því hann fékk heilahristing á æfingu fjórum dögum fyrir leikinn. Draumur Brewitts um að leika fyrir aðallið Liverpool rættist aldrei og hann yfirgaf félagið 2017. Hann er núna án félags eftir að samningur hans við D-deildarliðið Morecambe rann út.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira