„Mjög góður“ leigubílstjóri kom Arnari til bjargar í ævintýraferð heim til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 12:00 Arnar Þór Viðarsson sat í fimm tíma í leigubíl til að komast út á völl. Samsett/Getty Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira
Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjá meira