Vara við grímum sem „veita litla sem enga vörn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 10:19 Umræddar grímur merktar fyrirtækinu 3M Chile S.A. Neytendastofa Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira
Neytendastofa varar við notkun á grímum sem merktar eru fyrirtækinu 3M Chile S.A. Grímurnar veita litla sem enga vörn. Þá óskar Neytendastofa eftir ábendingum um dreifingaraðila vörunnar eða verslanir sem selja hana. Grímunotkun hefur færst verulega í aukana hér á landi síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Þá er landsmönnum nú skylt að bera grímur við ýmis tækifæri þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðarmörkum, að því er fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í byrjun mánaðar. Fram kemur í tilkynningu frá Neytendastofu um málið að henni hafi borist kassi af grímum merktum fyrirtækinu 3M Chile S.A. til skoðunar, auk nokkurra ábendinga um grímurnar. Í tilkynningu segir að grímurnar séu gerðar úr tveimur gegnsæjum lögum sem „sía lítið sem ekkert“. „Neytendastofa varar neytendur við notkun grímnanna þar sem þær veita litla sem enga vörn. Stofnunin biður einnig neytendur sem hafa upplýsingar um sölustaði eða dreifingaraðila grímnanna að senda inn ábendingu á vefsíðu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu. Neytendastofa hefur enn sem komið er hvorki upplýsingar um dreifingaraðila vörunnar hér á landi eða eða í hvaða verslunum þær er seldar. Neytendastofa hefur á síðustu mánuðum skoðað margar tegundir af grímum. Fram kemur í tilkynningu að dreifingaraðilar hafi í flestum tilfellum brugðist vel við ábendingum stofnunarinnar og ýmist tekið þær af markaði eða lagfært villandi upplýsingar á pakkningum. Neytendastofa bendir bæði neytendum og dreifingaraðilum á að til eru þrjár tegundir af grímum, tvær gerðir eru CE-merktar, svokallaðar sjúkrahúsgrímur og PPE-grímur eða „persónuhlíf“. „Ef þessar grímur eru seldar neytendum þá verða þær að vera CE-merktar en merkið segir til um að vörurnar uppfylli lágmarkskröfur um öryggi,“ segir í tilkynningu Neytendastofu. Þriðja tegundin fór á markað á þessu ári sem svar við skorti á grímum, svokallaðar „samfélagsgrímur“. Þær segir Neytendastofa ekki veita sömu vörn og CE-merktar grímur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir KS fyrstir að til nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Sjá meira