Apple Watch Series 6 fylgist með súrefnismettun í blóði Epli 16. október 2020 13:47 Nýjasta snjallúrið frá Apple gerir fólki mögulegt að fylgjast enn betur með heilsunni en úrið mælir meðal annars súrefnismettun í blóði. Nordic photos/getty Snjallúrin frá Apple hafa náð nýjum hæðum þegar kemur að heilsurækt og skrásetningu á ýmsum mælanlegum skilaboðum líkamans en nýjasta útgáfan, Apple Watch Series 6 mælir súrefnismettun í blóðinu (SpO2). Apple Watch Series 6 kom út í september síðastliðnum og fást úrin í Epli á Laugavegi og í Smáralind. Þetta er fullkomnasta úrið frá Apple til þessa, með 20 % hraðvirkari örgjörva en Series 5, sem gerir forritunum kleift að ræsa hraðar, rafhlaðan endist í átján tíma og hægt er að hlaða úrið að fullu á 90 mínútum. Skjárinn er einnig 2.5 sinnum bjartari í dagsbirtu en í Series 5 og alltaf virkur. Apple Watch er líka framlenging á upplýsingum úr iPhone símanum þínum, hægt er að svara símtölum og hringja handfrjálst og í nýjustu útgáfunni býr hátalarinn yfir enn meiri styrk. Skilaboð, tölvupóstar og tilkynningar berast í úrið og hægt er að stjórna tónlist, taka myndir og margt fleira. Úrið er vatnsvarið og notandinn getur auðveldlega stjórnað öllum aðgerðum og flett milli skjáa. Hægt að fylgjast náið með heilsunni Apple Watch Series 6 telur skref, mælir hækkun og skráir fjölda brenndra hitaeininga, mælir hjartsláttartíðni bæði í vöku og svefni, skynjar þegar hávaði er of mikill og skynjar ef notandi úrsins dettur og hægt er að hringja beint í 112. Með möguleikanum að mæla súrefnismettun í blóðinu er hægt að fylgjast enn betur með heilsunni og fá yfirlit yfir hámarkssúrefnisupptöku líkamans. Skynjarar í úrinu nema ljós sem endurkastast frá blóðinu í líkamanum og reikniforrit mælir súrefnismettunina á bilinu 70 til 100%. Hægt er að kalla eftir mælingu gegnum appið en úrið framkvæmir einnig mælingar sjálfkrafa inn á milli þegar notandinn er óvirkur, meðal annars meðan hann sefur. Gögnin eru aðgengileg í Health appinu. Foreldrar geta parað símann við úr barnanna – Family Setup Með nýju Apple Watch módelunum og watchOS 7 kynnir Apple Family Setup möguleika sem gerir börnum mögulegt að nota Apple úrin án þess að eiga iPhone. Foreldrar geta parað mörg Apple úr við símana sína í stjórnunarskyni, svo börn geti notað tengingar-, öryggis- og heilsuaðgerðir Apple Watch. Einnig geta foreldrar notað sérstaka „Do not disturb“-stillingu sem kallast Schooltime svo börnin eigi auðveldara með að einbeita sér án truflana meðan þau eru í skólanum eða að læra heima. Flott útlit og nýir litatónar Apple Watch Series 6 er fáanlegt með 40 eða 44mm stórum skjá og í ár hafa bæst við fleiri litatónar, úrið kemur í bláum, svörtum, gull, rauðum og silfurlit. Epli er með mikið úrval flottra óla sem hægt er að kaupa sérstaklega. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um Apple Watch Series 6. Allar nánari upplýsingar er að finna á epli.is Apple Heilsa Tækni Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Snjallúrin frá Apple hafa náð nýjum hæðum þegar kemur að heilsurækt og skrásetningu á ýmsum mælanlegum skilaboðum líkamans en nýjasta útgáfan, Apple Watch Series 6 mælir súrefnismettun í blóðinu (SpO2). Apple Watch Series 6 kom út í september síðastliðnum og fást úrin í Epli á Laugavegi og í Smáralind. Þetta er fullkomnasta úrið frá Apple til þessa, með 20 % hraðvirkari örgjörva en Series 5, sem gerir forritunum kleift að ræsa hraðar, rafhlaðan endist í átján tíma og hægt er að hlaða úrið að fullu á 90 mínútum. Skjárinn er einnig 2.5 sinnum bjartari í dagsbirtu en í Series 5 og alltaf virkur. Apple Watch er líka framlenging á upplýsingum úr iPhone símanum þínum, hægt er að svara símtölum og hringja handfrjálst og í nýjustu útgáfunni býr hátalarinn yfir enn meiri styrk. Skilaboð, tölvupóstar og tilkynningar berast í úrið og hægt er að stjórna tónlist, taka myndir og margt fleira. Úrið er vatnsvarið og notandinn getur auðveldlega stjórnað öllum aðgerðum og flett milli skjáa. Hægt að fylgjast náið með heilsunni Apple Watch Series 6 telur skref, mælir hækkun og skráir fjölda brenndra hitaeininga, mælir hjartsláttartíðni bæði í vöku og svefni, skynjar þegar hávaði er of mikill og skynjar ef notandi úrsins dettur og hægt er að hringja beint í 112. Með möguleikanum að mæla súrefnismettun í blóðinu er hægt að fylgjast enn betur með heilsunni og fá yfirlit yfir hámarkssúrefnisupptöku líkamans. Skynjarar í úrinu nema ljós sem endurkastast frá blóðinu í líkamanum og reikniforrit mælir súrefnismettunina á bilinu 70 til 100%. Hægt er að kalla eftir mælingu gegnum appið en úrið framkvæmir einnig mælingar sjálfkrafa inn á milli þegar notandinn er óvirkur, meðal annars meðan hann sefur. Gögnin eru aðgengileg í Health appinu. Foreldrar geta parað símann við úr barnanna – Family Setup Með nýju Apple Watch módelunum og watchOS 7 kynnir Apple Family Setup möguleika sem gerir börnum mögulegt að nota Apple úrin án þess að eiga iPhone. Foreldrar geta parað mörg Apple úr við símana sína í stjórnunarskyni, svo börn geti notað tengingar-, öryggis- og heilsuaðgerðir Apple Watch. Einnig geta foreldrar notað sérstaka „Do not disturb“-stillingu sem kallast Schooltime svo börnin eigi auðveldara með að einbeita sér án truflana meðan þau eru í skólanum eða að læra heima. Flott útlit og nýir litatónar Apple Watch Series 6 er fáanlegt með 40 eða 44mm stórum skjá og í ár hafa bæst við fleiri litatónar, úrið kemur í bláum, svörtum, gull, rauðum og silfurlit. Epli er með mikið úrval flottra óla sem hægt er að kaupa sérstaklega. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun um Apple Watch Series 6. Allar nánari upplýsingar er að finna á epli.is
Apple Heilsa Tækni Lífið Tíska og hönnun Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira