„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 20:01 Björgvin Franz og Edda Björgvins munu skemmta landsmönnum í vetur. Vísir Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira