Frystir víða í kvöld og líkur á hálku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 07:30 Það verður dálítið kalt í kvöld. Veðurstofa Íslands Það dregur úr norðaustanáttinni með morgninum og eftir hádegi verður vindur víða á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Það verður bjart að mestu á Vesturlandi en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir með suðurströndinni. Hiti á bilinu eitt til sjö stig en í kvöld lægir og frystir allvíða. Þar sem enn verður blautt eru því líkur á hálku. „Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun, en það verða stöku skúrir eða él vestantil á landinu og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en frystir aftur víða annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Minnkandi norðaustanátt, 5-10 m/s eftir hádegi. Bjart að mestu á Vesturlandi, en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir sunnantil. Hiti 1 til 7 stig, en lægir í kvöld og frystir allvíða. Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun, en stöku skúrir eða él vestantil og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Á þriðjudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestanlands og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Á miðvikudag: Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi, hiti 1 til 6 stig. Hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands með hita kringum frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Ákveðin suðaustan- og austanátt og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Hvöss austanátt og rigning, og talsverð úrkoma um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig. Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Sjá meira
Það dregur úr norðaustanáttinni með morgninum og eftir hádegi verður vindur víða á bilinu fimm til tíu metrar á sekúndu, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Það verður bjart að mestu á Vesturlandi en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir með suðurströndinni. Hiti á bilinu eitt til sjö stig en í kvöld lægir og frystir allvíða. Þar sem enn verður blautt eru því líkur á hálku. „Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun, en það verða stöku skúrir eða él vestantil á landinu og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn, en frystir aftur víða annað kvöld,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Minnkandi norðaustanátt, 5-10 m/s eftir hádegi. Bjart að mestu á Vesturlandi, en dálítil él norðan- og austanlands og skúrir sunnantil. Hiti 1 til 7 stig, en lægir í kvöld og frystir allvíða. Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum á morgun, en stöku skúrir eða él vestantil og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Á þriðjudag: Hæg vestlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestanlands og með norðurströndinni. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn. Á miðvikudag: Suðlæg átt 5-10 og dálítil rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi, hiti 1 til 6 stig. Hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands með hita kringum frostmark. Á fimmtudag og föstudag: Ákveðin suðaustan- og austanátt og rigning með köflum, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 0 til 7 stig, mildast sunnantil. Á laugardag (fyrsti vetrardagur): Hvöss austanátt og rigning, og talsverð úrkoma um landið austanvert. Hiti 3 til 8 stig.
Veður Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Sjá meira