Handbolti

Aron í tíu daga sóttkví

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona þurfa að halda sig heima næstu daga.
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona þurfa að halda sig heima næstu daga. vísir/getty

Aron Pálmarsson og félagar hans í liði Spánarmeistara Barcelona eru komnir í sóttkví eftir að þrír meðlimir liðsins greindust með kórónuveirusmit.

Barcelona greindi frá því í gær að þrjú smit hefðu greinst í skimun. Þess vegna yrði að fresta stórleik liðsins við Veszprém í Ungverjalandi, fyrrverandi félag Arons, í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Áður hafði verið greint frá því að þjálfari Barcelona Xavi Pascual, sonur hans Álex, og Daninn Casper Mortensen hefðu greinst með smit.

Börsungar þurfa að vera í tíu daga sóttkví, eða til 27. október. Því þarf einnig að fresta leik við Benidorm í spænsku 1. deildinni.

Í yfirlýsingu Barcelona segir að þeir sem hafi greinst með smit séu við góða heilsu en í einangrun á sínum heimilum. Farið verði í öllu eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda.


Tengdar fréttir

Ekkert getur stöðvað Börsunga þessa dagana

Barcelona átti í litlum vandræðum með Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í 18 marka sigri Börsunga, lokatölur 45-27.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×