Krísa í Kaupmannahöfn Anton Ingi Leifsson skrifar 20. október 2020 07:30 Það gengur ekki né rekur hjá Ragnari Sigurðssyni og félögum í FCK. Ragnar var ekki með í gær vegna meiðsla er liðið tapaði 2-1 fyrir AaB á heimavelli. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images) Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. Það hefur mikið gengið á hjá danska liðinu undanfarnar vikur. Liðið náði öðru sætinu á síðustu leiktíð með herkjum, var langt á eftir meisturunum í FC Midtjylland en gengið í Evrópudeildinni vakti ánægju. Þar náði liðið alla leið í átta úrslit keppninnar þar sem þeir duttu út fyrir enska stórliðinu Manchester United í framlengdum leik. Með smá heppni hefði liðið getað slegið út Englendingana og menn horfðu bjartsýnisaugum á næstu leiktíð. Slaka gengið í deildinni hélt hins vegar bara áfram í upphafi þessara leiktíðar. Tap gegn OB í fyrsta leik deildarinnnar, tap gegn grönnunum í Bröndby og 2-2 jafntefli gegn nýliðum Vejle eftir að hafa verið 2-0 yfir urðu til þess að stjóranum Ståle Solbakken var sparkað. Det kom også som en overraskelse for CV, da Ståle Solbakken blev fyret. Han tager dog hatten af for træneren med den store personlighed #sldk— Canal9 (@Canal9dk) October 16, 2020 Ståle er goðsögn hjá danska liðinu. Hann þjálfaði liðið fyrst frá 2006 til 2011 áður en hann kvaddi og tók við FC Köln. Eftir veru í Þýskalandi og í Englandi hjá Wolves þá mætti hann aftur til höfuðstaðs Danmerkur árið 2013 og hafði verið þar síðan. Fyrir níu dögum síðan kom hins vegar stóri dómur: FCK hafði ákveðið að reka Ståle Solbakken úr starfi. Ástæðan væri slakur árangur árið 2020 og að liðið þyrfti nýtt blóð til þess að koma þessu stjörnum prýdda liði aftur á beinu brautina. Ekki var annar stjóri klár og því er það þjálfari Hákons Arnars Haraldssonar og félaga í U19-ára liði FCK sem stýrir nú liðinu. Hjalte Bo Nørregaard stýrði liðinu í gær og það gekk ekki vel því liðið tapaði sanngjarnt 2-1 fyrir AaB á heimavelli. Það er alvöru krísa í Kaupmannahöfn. Nicolai Boilesen hefur upplifað það betra í FCK tíð sinni.Jan Christensen / FrontzoneSport/Gett Images) Mikið kurr virðist vera í herbúðum danska liðsins. Sögusagnir hafa verið um klíkuskap innan leikmannahópsins sem leikmenn hafa þó blásið á en viðtal við William Kvist, nú yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, vakti mikla athygli í gær. Þar var Kvist spurður út í afhverju Ståle hafði verið rekinn og hann svaraði afar einfalt: „Hefurðu ekki séð neinn leik á árinu 2020?“ Danskir netverjar settu spurningarmerki við viðtalið og kaffið sem Kvist var að drekka í viðtalinu. Töluðu um hrokafullann Kvist. Tøfting revser William Kvist: Han står og drikker kaffe midt i det hele #sldk https://t.co/MZdGq61Nmw— tipsbladet.dk (@tipsbladet) October 19, 2020 Í 3-2 sigrinum gegn Nordsjælland fyrir hálfum mánuði, sem var síðasti leikur Ståle, komu fimm bakverðir við sögu. Nicolai Boilesen og Peter Ankersen byrjuðu inn á og þeir Karlo Bartolec, Pierre Bengtsson og Bryan Oviedo komu allir inn af bekknum. Menn hafa sett spurningarmerki við samsetningu hópsins og vilja annan mann til þess að stýra því en Ståle hafði bæði verið þjálfari og sá sem stýrði leikmannakaupunum. FCK er danskt stórveldi sem er í níunda sæti danska boltans, átta stigum á eftir grönnunum í Brøndby sem eru á toppnum, og það er ljóst að nýjum stjóra bíður vandasamt verkefni með Ragnar Sigurðsson og félaga. FCK stefnir á titilinn og ekkert annað. Fyrir mánuði síðan var Hjalte Bo „bara“ þjálfari U19 ára liðs FCK en nú er hann kominn með alla prsesuna á sig sem þjálfari aðalliðs félagsins.Jan Eliassen/Getty Images Danski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Það er ekki bjart yfir FCK, danska stórveldinu, þessa daganna. Liðið er með fjögur stig eftir fyrstu fimm leikina í danska boltanum, er úr leik í Evrópudeildinni og búið að reka stjórann til margra ára úr starfi. Það hefur mikið gengið á hjá danska liðinu undanfarnar vikur. Liðið náði öðru sætinu á síðustu leiktíð með herkjum, var langt á eftir meisturunum í FC Midtjylland en gengið í Evrópudeildinni vakti ánægju. Þar náði liðið alla leið í átta úrslit keppninnar þar sem þeir duttu út fyrir enska stórliðinu Manchester United í framlengdum leik. Með smá heppni hefði liðið getað slegið út Englendingana og menn horfðu bjartsýnisaugum á næstu leiktíð. Slaka gengið í deildinni hélt hins vegar bara áfram í upphafi þessara leiktíðar. Tap gegn OB í fyrsta leik deildarinnnar, tap gegn grönnunum í Bröndby og 2-2 jafntefli gegn nýliðum Vejle eftir að hafa verið 2-0 yfir urðu til þess að stjóranum Ståle Solbakken var sparkað. Det kom også som en overraskelse for CV, da Ståle Solbakken blev fyret. Han tager dog hatten af for træneren med den store personlighed #sldk— Canal9 (@Canal9dk) October 16, 2020 Ståle er goðsögn hjá danska liðinu. Hann þjálfaði liðið fyrst frá 2006 til 2011 áður en hann kvaddi og tók við FC Köln. Eftir veru í Þýskalandi og í Englandi hjá Wolves þá mætti hann aftur til höfuðstaðs Danmerkur árið 2013 og hafði verið þar síðan. Fyrir níu dögum síðan kom hins vegar stóri dómur: FCK hafði ákveðið að reka Ståle Solbakken úr starfi. Ástæðan væri slakur árangur árið 2020 og að liðið þyrfti nýtt blóð til þess að koma þessu stjörnum prýdda liði aftur á beinu brautina. Ekki var annar stjóri klár og því er það þjálfari Hákons Arnars Haraldssonar og félaga í U19-ára liði FCK sem stýrir nú liðinu. Hjalte Bo Nørregaard stýrði liðinu í gær og það gekk ekki vel því liðið tapaði sanngjarnt 2-1 fyrir AaB á heimavelli. Það er alvöru krísa í Kaupmannahöfn. Nicolai Boilesen hefur upplifað það betra í FCK tíð sinni.Jan Christensen / FrontzoneSport/Gett Images) Mikið kurr virðist vera í herbúðum danska liðsins. Sögusagnir hafa verið um klíkuskap innan leikmannahópsins sem leikmenn hafa þó blásið á en viðtal við William Kvist, nú yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu, vakti mikla athygli í gær. Þar var Kvist spurður út í afhverju Ståle hafði verið rekinn og hann svaraði afar einfalt: „Hefurðu ekki séð neinn leik á árinu 2020?“ Danskir netverjar settu spurningarmerki við viðtalið og kaffið sem Kvist var að drekka í viðtalinu. Töluðu um hrokafullann Kvist. Tøfting revser William Kvist: Han står og drikker kaffe midt i det hele #sldk https://t.co/MZdGq61Nmw— tipsbladet.dk (@tipsbladet) October 19, 2020 Í 3-2 sigrinum gegn Nordsjælland fyrir hálfum mánuði, sem var síðasti leikur Ståle, komu fimm bakverðir við sögu. Nicolai Boilesen og Peter Ankersen byrjuðu inn á og þeir Karlo Bartolec, Pierre Bengtsson og Bryan Oviedo komu allir inn af bekknum. Menn hafa sett spurningarmerki við samsetningu hópsins og vilja annan mann til þess að stýra því en Ståle hafði bæði verið þjálfari og sá sem stýrði leikmannakaupunum. FCK er danskt stórveldi sem er í níunda sæti danska boltans, átta stigum á eftir grönnunum í Brøndby sem eru á toppnum, og það er ljóst að nýjum stjóra bíður vandasamt verkefni með Ragnar Sigurðsson og félaga. FCK stefnir á titilinn og ekkert annað. Fyrir mánuði síðan var Hjalte Bo „bara“ þjálfari U19 ára liðs FCK en nú er hann kominn með alla prsesuna á sig sem þjálfari aðalliðs félagsins.Jan Eliassen/Getty Images
Danski boltinn Tengdar fréttir Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30 Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Fyrrum stjóri Ragnars sagður hafa verið rekinn því leikmennirnir voru ekki lengur á hans bandi Ekstra Bladet hefur það eftir heimildum sínum að FC Kaupmannahöfn hafi látið þjálfarann Ståle Solbakken fara því hann hafði misst trú leikmanna félagsins. 12. október 2020 20:30
Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaupmannahöfn StåleSolbakken var í dag sagt upp störfum hjá FC Kaupmannahöfn. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu. 10. október 2020 15:00