Frétti það á sama tíma og blaðamenn að hann væri orðinn fyrirliði Man United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 09:32 Bruno Fernandes var ánægður með að heyra fréttirnar að hann yrði fyrirliði Manchester United í kvöld. Getty/Matthew Peters Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Bruno Fernandes er efni í alvöru leiðtoga og þykir strax vera farinn að minna á Roy Keane með því hvernig hann heldur liðsfélögum sínum á tánum. Ole Gunnar Solskjær hefur líka tekið eftir þessu og verðlaunar hann í kvöld. Bruno Fernandes verður með fyrirliðaband Manchester United á móti Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í kvöld en það er óhætt að segja að knattspyrnustjórinn hafi komið sínum manni skemmtilega á óvart. © The manager says @B_Fernandes8 will wear the captain's armband tomorrow night, with @HarryMaguire93 missing through injury.#MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) October 19, 2020 Manchester United liðið verður án aðalfyrirliða síns í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð því Harry Maguire er að glíma við meiðsli og ferðast ekki til Parísar. Blaðamenn spurðu því knattspyrnuspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær út í fyrirliðastöðuna á fjölmiðlafundi í gær en hann var þá mættur á fundinn með Bruno Fernandes. Ole Gunnar hafði hins vegar ekkert undirbúið Bruno Fernandes fyrir svar sitt. „Fyrirliðinn situr hér við hliðina á mér,“ sagði Ole Gunnar Solskjær og bætti við: „Bruno verður fyrirliðinn á morgun,“ sagði Ole. Bruno Fernandes var mjög hissa og það leyndi sér ekki að hann vissi ekkert um þessa ákvörðun knattspyrnustjórans síns. Þetta sést líka vel hér fyrir neðan. Bruno Fernandes' reaction to being named captain against PSG is the best thing you'll see today pic.twitter.com/Sgfxrp8gzY— utdreport (@utdreport) October 19, 2020 „Ég bjóst ekki við þessu. Ég komst að þessu á sama tíma og þið,“ sagði Bruno Fernandes. Bruno Fernandes hefur verið óhræddur við að skamma liðsfélaga sína, bæði inn á vellinum sem og á æfingum. Það fréttist líka af reiðikasti sem hann tók í hálfleik í 6-1 tapinu á móti Tottenham sem hann hefur ekki viljað staðfesta. Ole Gunnar tók hann í það minnsta af velli í hálfleiknum og það gekk greinilega ýmislegt á í búningsklefanum. „Ég bara ólst svona upp. Svona verð ég að vera í lífinu og í fótboltanum líka. Þetta er minn karakter,“ sagði Bruno Fernandes aðspurður um það að skamma liðsfélaga sína þegar þeir eru að gera vitleysur. Ole has found his Keane. Probably the only current player who could have handled playing in some of those Ferguson teams. This is why Solskjaer has made Fernandes captain for the PSG game! https://t.co/4ApjJxIzDr— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 20, 2020 Bruno Fernandes kom til Manchester United í janúar og er strax kominn með fyrirliðabandið. Hann hefur verið frábær frá fyrsta degi og kannski hefur Manchester United loksins fundið leiðtogann sem félagið hefur lengi leitað af. Á þessu tímabili er Bruno Fernandes með 3 mörk og 2 stoðsendingar í 4 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar af var hann bæði með mark og stoðsendingu í endurkomusigrinum á Newcastle United um helgina. Leikur Paris Saint Germain og Manchester United hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Leikir Dynamo Kiev og Juventus (Stöð 2 Sport 4, klukkan 16.55) annars vegar og leikur Lazio og Dortmund hins vegar (Stöð 2 Sport, klukkan 19.00) verða einnig sýndir beint á sportstöðvunum. Meistaradeildarmessan verður síðan frá 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og strax á eftir henni verður farið yfir alla leiki dagsins í Meistaradeildarmörkunum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira