Knattspyrnustjóri Barcelona gagnrýndi frammistöðu Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 10:31 Lionel Messi og félagar í Barcelona hafa ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Getty/David S. Bustamante Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira
Ronald Koeman kom inn með látum þegar hann tók við liði Barcelona í sumar en byrjunin inn á vellinum hefur ekki verið alltof sannfærandi. Í kvöld er komið að fyrsta Meistaradeildarleiknum undir hans stjórn. Það gekk mikið á hjá Barcelona í haust. Lionel Messi sættist á endanum að klára síðasta árið í samningi sínum en Argentínumaðurinn hafði áður tilkynnt það að hann væri á förum. Ronald Koeman losaði sig aftur á móti við Luis Suarez, góðan vin Lionel Messi, sem var ekki til að létta lundina hjá argentínska snillingnum. Ronald Koeman says Lionel Messi's performances "could be better".Read more: https://t.co/orAk26Gtpe pic.twitter.com/PNwpSYrAL3— BBC Sport (@BBCSport) October 20, 2020 Barcelona er bara í níunda sæti spænsku deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki. Liðið tapaði 1-0 á móti Getafe um helgina. Ronald Koeman gagnrýndi frammistöðu Lionel Messi á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleikinn á móti Ferencvaros sem fer fram í Barcelona í kvöld. „Ég hef yfir engu að kvarta eða neinar efasemdir um það að hann sé ekki að leggja sig fram,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundinum en bætti svo við: „Eins og er þá mætti hann vera að spila betur. Hann er samt ánægður, hann vill spila og hann vill vera fyrirliði liðsins,“ sagði Koeman. "At this time of the season, his performance could be better"Ronald Koeman has sent a message to Lionel Messi ahead of their UCL game pic.twitter.com/peCOpLrbYR— Football Daily (@footballdaily) October 19, 2020 Lionel Messi er með eitt mark og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu deildarleikjum tímabilsins en hefur ekki komið að marki í síðustu tveimur leikjum. Barcelona hefur líka aðeins skorað eitt mark og náð í eitt stig út úr þeim. Philippe Coutinho skoraði markið á 10. mínútu í 1-1 jafntefli á móti Sevilla og hafa því Börsungar síðan ekki skorað mark í 170 mínútur. Messi sjálfur hefur nú spilað í 325 mínútur án þess að skora og eina markið hans á leiktíðinni kom úr vítaspyrnu í 4-0 sigri á Villarreal í fyrstu umferð.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Sjá meira